Hamilton talinn líklegastur í Singapúr Birgir Þór Harðarson skrifar 20. september 2012 15:30 Hamilton er vinsæll meðal liðsmanna McLaren. Hann er einnig talinn sigurstranglegastur. nordicphotos/afp McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton er talinn líklegastur til að sækja sigur í singapúrska kappakstrinum um helgina. Hamilton hefur verið gríðarlega sterkur um borð í McLaren-bílnum í undanförnum mótum og á mesta möguleika á að skáka Alonso. Breski veðbankinn William Hill gefur Hamilton stuðulinn 3,25. Á eftir honum er Fernando Alonso á Ferrari með 5,00. Castrol Edge-reikniformúlan gefur Hamilton 35% líkur á að vinna kappaksturinn. Sebastian Vettel er honum næstur með 20% líkur og Alonso með 18%. Hamilton er nú annar í heimsmeistarabaráttunni með 142 stig, 37 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen á Lotus er þriðji með 141 stig og Sebastian Vettel fjórði með 140 stig. Keppnin er því enn gríðarlega jöfn þegar aðeins sjö mót eru eftir á dagatalinu. Singapúrski kappaksturinn er keppnautum Alonso mjög mikilvægur. Sigur þar mun skipta miklu máli þegar tímabilið fer að renna út. Í augnablikinu virðist sem Lewis Hamilton sé líklegastur til að skáka Alonso. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrir tveimur vikum og þann ungverska í lok júlí. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Jenson Button, sigraði belgíska kappaksturinn. Keppt er að kvöldi til í Singapúr en brautin þar er mjög hröð og erfið. Keppt er á götum borgarinnar sem gerir leikinn en áhugaverðari svo ekki sé talað um birtuskilyrðin sem eru vægast sagt léleg. McLaren-bílarnir eru mjög sterkir og brautin ætti að henta þeim vel. Button gæti þó átt í erfiðum með að finna jafnvægi í bílnum og er þá líklegri til að fara verr með dekkin en liðsfélaginn. Aðstæður í Singapúr eru allt öðru vísi en í Belgíu svo það kæmi ekki á óvart ef vandræði Buttons koma upp aftur. Red Bull-liðið hefur ekki verið sannfærandi í undanförnum mótum. Bíllinn hjá Vettel bilaði á Ítalíu og Webber varð að hætta keppni. Samt sem áður má ekki afskrifa þá því eins og áður segir er Vettel aðeins tveimur stigum á eftir Hamilton. Formúla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton er talinn líklegastur til að sækja sigur í singapúrska kappakstrinum um helgina. Hamilton hefur verið gríðarlega sterkur um borð í McLaren-bílnum í undanförnum mótum og á mesta möguleika á að skáka Alonso. Breski veðbankinn William Hill gefur Hamilton stuðulinn 3,25. Á eftir honum er Fernando Alonso á Ferrari með 5,00. Castrol Edge-reikniformúlan gefur Hamilton 35% líkur á að vinna kappaksturinn. Sebastian Vettel er honum næstur með 20% líkur og Alonso með 18%. Hamilton er nú annar í heimsmeistarabaráttunni með 142 stig, 37 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen á Lotus er þriðji með 141 stig og Sebastian Vettel fjórði með 140 stig. Keppnin er því enn gríðarlega jöfn þegar aðeins sjö mót eru eftir á dagatalinu. Singapúrski kappaksturinn er keppnautum Alonso mjög mikilvægur. Sigur þar mun skipta miklu máli þegar tímabilið fer að renna út. Í augnablikinu virðist sem Lewis Hamilton sé líklegastur til að skáka Alonso. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrir tveimur vikum og þann ungverska í lok júlí. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Jenson Button, sigraði belgíska kappaksturinn. Keppt er að kvöldi til í Singapúr en brautin þar er mjög hröð og erfið. Keppt er á götum borgarinnar sem gerir leikinn en áhugaverðari svo ekki sé talað um birtuskilyrðin sem eru vægast sagt léleg. McLaren-bílarnir eru mjög sterkir og brautin ætti að henta þeim vel. Button gæti þó átt í erfiðum með að finna jafnvægi í bílnum og er þá líklegri til að fara verr með dekkin en liðsfélaginn. Aðstæður í Singapúr eru allt öðru vísi en í Belgíu svo það kæmi ekki á óvart ef vandræði Buttons koma upp aftur. Red Bull-liðið hefur ekki verið sannfærandi í undanförnum mótum. Bíllinn hjá Vettel bilaði á Ítalíu og Webber varð að hætta keppni. Samt sem áður má ekki afskrifa þá því eins og áður segir er Vettel aðeins tveimur stigum á eftir Hamilton.
Formúla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira