Eltir konur vestur um haf 24. september 2012 10:45 "Okkur hefur lengi langað til Los Angeles því þar er fullt af Íslendingum að gera það gott á fjölmörgum sviðum," segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann sótti heim Íslendinga sem hafa komið sér vel fyrir vestanhafs. Tilviljun ein réði því að viðmælendur Jóns Ársæls voru einungis kvenkyns að þessu sinni. "Við Steini [Steingrímur Þórðarson framleiðandi] erum breyttir menn eftir túrinn og mun mýkri en áður. Stundum hefur hallað á kvenfólk í þáttunum um Sjálfstætt fólk en við reynum að gæta þess að hafa jafnréttið í huga eins og við eigum öll að gera," segir Jón Ársæll sem byrjaði á því að fara á tískuvikuna í New York þar sem hönnuðir heimsins afhjúpuðu sumartísku næsta árs. "Við fórum á hverja tískusýninguna á fætur annarri í fylgd Áslaugar Magnúsdóttur, sem er að verða mikill áhrifavaldur í tískunni þar vestra og þá um leið um heim allan." Í Los Angeles flakkaði Jón Ársæll svo á milli leik- og tónlistarkvenna í borg englanna. "Við byrjuðum á að hitta leikkonuna Anítu Briem sem er að gera það gott. Á meðan við vorum með henni var hún í stöðugum prufum og á samningafundum fyrir nýjar kvikmyndir. Hún er stolt okkar, sverð og skjöldur og ástfangin upp fyrir haus." Jón Ársæll heimsótti einnig Önnu Mjöll Ólafsdóttur sem stendur í miðjum erfiðum skilnaði. Anna Mjöll er, að sögn Jóns, eftirsótt söngkona í Bandaríkjunum og hefur fundið ástina á nýjan leik. Jón segir Önnu Mjöll opna sig í þættinum og fullyrðir að hann eigi ekki eftir að láta neinn ósnortinn. Þá heimsótti sjónvarpsmaðurinn hljómsveitina Steed Lord með Svölu Björgvinsdóttur í fararbroddi í Los Angeles, en tónlist sveitarinnar vekur stöðugt meiri athygli. "Svo fylgdumst við með Ölmu, Klöru og Steinunni í The Charlies og fengum meðal annars að sjá þær syngja á tónleikum fyrir valinn hóp fjárfesta, blaða- og umboðsmanna. Þegar ég lít yfir þessa hröðu en skemmtilegu daga fyllist ég einfaldlega stolti yfir öllu sem íslenskt er."alfrun@frettabladid.is Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira
"Okkur hefur lengi langað til Los Angeles því þar er fullt af Íslendingum að gera það gott á fjölmörgum sviðum," segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann sótti heim Íslendinga sem hafa komið sér vel fyrir vestanhafs. Tilviljun ein réði því að viðmælendur Jóns Ársæls voru einungis kvenkyns að þessu sinni. "Við Steini [Steingrímur Þórðarson framleiðandi] erum breyttir menn eftir túrinn og mun mýkri en áður. Stundum hefur hallað á kvenfólk í þáttunum um Sjálfstætt fólk en við reynum að gæta þess að hafa jafnréttið í huga eins og við eigum öll að gera," segir Jón Ársæll sem byrjaði á því að fara á tískuvikuna í New York þar sem hönnuðir heimsins afhjúpuðu sumartísku næsta árs. "Við fórum á hverja tískusýninguna á fætur annarri í fylgd Áslaugar Magnúsdóttur, sem er að verða mikill áhrifavaldur í tískunni þar vestra og þá um leið um heim allan." Í Los Angeles flakkaði Jón Ársæll svo á milli leik- og tónlistarkvenna í borg englanna. "Við byrjuðum á að hitta leikkonuna Anítu Briem sem er að gera það gott. Á meðan við vorum með henni var hún í stöðugum prufum og á samningafundum fyrir nýjar kvikmyndir. Hún er stolt okkar, sverð og skjöldur og ástfangin upp fyrir haus." Jón Ársæll heimsótti einnig Önnu Mjöll Ólafsdóttur sem stendur í miðjum erfiðum skilnaði. Anna Mjöll er, að sögn Jóns, eftirsótt söngkona í Bandaríkjunum og hefur fundið ástina á nýjan leik. Jón segir Önnu Mjöll opna sig í þættinum og fullyrðir að hann eigi ekki eftir að láta neinn ósnortinn. Þá heimsótti sjónvarpsmaðurinn hljómsveitina Steed Lord með Svölu Björgvinsdóttur í fararbroddi í Los Angeles, en tónlist sveitarinnar vekur stöðugt meiri athygli. "Svo fylgdumst við með Ölmu, Klöru og Steinunni í The Charlies og fengum meðal annars að sjá þær syngja á tónleikum fyrir valinn hóp fjárfesta, blaða- og umboðsmanna. Þegar ég lít yfir þessa hröðu en skemmtilegu daga fyllist ég einfaldlega stolti yfir öllu sem íslenskt er."alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira