Veisla fyrir augu og eyru Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. september 2012 19:00 Ljóst var frá fyrstu stundu að vel var í tónleikana lagt, en Lúðrasveit Selfoss tók á móti gestum með skemmtilegum útsetningum á lögum sem hingað til hafa ekki verið tengd við lúðrasveitir. Að lúðrunum þögnuðum steig Nýdönsk á svið og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Ný og breytt útsending af Hjálpaðu mér upp hljómaði svona rétt til að koma því frá, eins og Björn Jörundur sagði að laginu leiknu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrir hálfleik mátti heyra lög sem eru ekki endilega á meðal vinsælustu laga sveitarinnar, en hljómsveitarmeðlimi langaði að leika. Var þar margan gullmolann að finna sem kom á óvart. Í síðari hálfleik var síðan gefið meira í og fjörið keyrt áfram þar til yfir lauk. Eflaust söknuðu einhverjir uppáhaldslagsins síns, en þegar lagalistinn er jafn góður og raun ber vitni hjá Nýdönsk er slíkt óhjákvæmilegt. Hljómsveitin hefur greinilega ákveðið að gera þetta almennilega, fyrst verið var að þessu á annað borð. Hún var í fantaformi og aðdáunarvert var að fylgjast með samspili þeirra Björns Jörundar og Daníels Ágústs. Fjöldi gesta steig á svið; Hjaltalín, Unnsteinn Manúel, Urður Hákonardóttir, KK, Svanhildur Ólafsdóttir, að ógleymdum Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sigurði Flosasyni. Og skemmst er að segja frá því að frábærlega tókst til. Svona eiga afmælisveislur að vera, veisla fyrir augu og eyru. Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Ljóst var frá fyrstu stundu að vel var í tónleikana lagt, en Lúðrasveit Selfoss tók á móti gestum með skemmtilegum útsetningum á lögum sem hingað til hafa ekki verið tengd við lúðrasveitir. Að lúðrunum þögnuðum steig Nýdönsk á svið og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Ný og breytt útsending af Hjálpaðu mér upp hljómaði svona rétt til að koma því frá, eins og Björn Jörundur sagði að laginu leiknu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrir hálfleik mátti heyra lög sem eru ekki endilega á meðal vinsælustu laga sveitarinnar, en hljómsveitarmeðlimi langaði að leika. Var þar margan gullmolann að finna sem kom á óvart. Í síðari hálfleik var síðan gefið meira í og fjörið keyrt áfram þar til yfir lauk. Eflaust söknuðu einhverjir uppáhaldslagsins síns, en þegar lagalistinn er jafn góður og raun ber vitni hjá Nýdönsk er slíkt óhjákvæmilegt. Hljómsveitin hefur greinilega ákveðið að gera þetta almennilega, fyrst verið var að þessu á annað borð. Hún var í fantaformi og aðdáunarvert var að fylgjast með samspili þeirra Björns Jörundar og Daníels Ágústs. Fjöldi gesta steig á svið; Hjaltalín, Unnsteinn Manúel, Urður Hákonardóttir, KK, Svanhildur Ólafsdóttir, að ógleymdum Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sigurði Flosasyni. Og skemmst er að segja frá því að frábærlega tókst til. Svona eiga afmælisveislur að vera, veisla fyrir augu og eyru.
Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp