Veisla fyrir augu og eyru Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. september 2012 19:00 Ljóst var frá fyrstu stundu að vel var í tónleikana lagt, en Lúðrasveit Selfoss tók á móti gestum með skemmtilegum útsetningum á lögum sem hingað til hafa ekki verið tengd við lúðrasveitir. Að lúðrunum þögnuðum steig Nýdönsk á svið og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Ný og breytt útsending af Hjálpaðu mér upp hljómaði svona rétt til að koma því frá, eins og Björn Jörundur sagði að laginu leiknu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrir hálfleik mátti heyra lög sem eru ekki endilega á meðal vinsælustu laga sveitarinnar, en hljómsveitarmeðlimi langaði að leika. Var þar margan gullmolann að finna sem kom á óvart. Í síðari hálfleik var síðan gefið meira í og fjörið keyrt áfram þar til yfir lauk. Eflaust söknuðu einhverjir uppáhaldslagsins síns, en þegar lagalistinn er jafn góður og raun ber vitni hjá Nýdönsk er slíkt óhjákvæmilegt. Hljómsveitin hefur greinilega ákveðið að gera þetta almennilega, fyrst verið var að þessu á annað borð. Hún var í fantaformi og aðdáunarvert var að fylgjast með samspili þeirra Björns Jörundar og Daníels Ágústs. Fjöldi gesta steig á svið; Hjaltalín, Unnsteinn Manúel, Urður Hákonardóttir, KK, Svanhildur Ólafsdóttir, að ógleymdum Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sigurði Flosasyni. Og skemmst er að segja frá því að frábærlega tókst til. Svona eiga afmælisveislur að vera, veisla fyrir augu og eyru. Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Ljóst var frá fyrstu stundu að vel var í tónleikana lagt, en Lúðrasveit Selfoss tók á móti gestum með skemmtilegum útsetningum á lögum sem hingað til hafa ekki verið tengd við lúðrasveitir. Að lúðrunum þögnuðum steig Nýdönsk á svið og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Ný og breytt útsending af Hjálpaðu mér upp hljómaði svona rétt til að koma því frá, eins og Björn Jörundur sagði að laginu leiknu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrir hálfleik mátti heyra lög sem eru ekki endilega á meðal vinsælustu laga sveitarinnar, en hljómsveitarmeðlimi langaði að leika. Var þar margan gullmolann að finna sem kom á óvart. Í síðari hálfleik var síðan gefið meira í og fjörið keyrt áfram þar til yfir lauk. Eflaust söknuðu einhverjir uppáhaldslagsins síns, en þegar lagalistinn er jafn góður og raun ber vitni hjá Nýdönsk er slíkt óhjákvæmilegt. Hljómsveitin hefur greinilega ákveðið að gera þetta almennilega, fyrst verið var að þessu á annað borð. Hún var í fantaformi og aðdáunarvert var að fylgjast með samspili þeirra Björns Jörundar og Daníels Ágústs. Fjöldi gesta steig á svið; Hjaltalín, Unnsteinn Manúel, Urður Hákonardóttir, KK, Svanhildur Ólafsdóttir, að ógleymdum Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sigurði Flosasyni. Og skemmst er að segja frá því að frábærlega tókst til. Svona eiga afmælisveislur að vera, veisla fyrir augu og eyru.
Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira