Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 24-28 Sigmar Sigfússon skrifar 29. september 2012 00:01 Mynd/Vilhelm Haukar unnu góðan sigur á nýliðum ÍR-inga, 24-28, í Austurberginu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur ÍR í efstu deild í fimm ár eða síðan árið 2007. Haukar spiluðu virkilega góða vörn á upphafsmínútunum en byrjuðu sóknaleik sinn brösulega. ÍR-ingar komust í 2-0 en á næstu mínútum hresstust Haukamenn og lét Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, til sín taka og skoraði 5 mörk í röð. Eftir það varð leikurinn jafnari en Haukar þó ávallt skrefi á undan. Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, átti frábæran kafla um miðjan hálfleikinn og dró vagninn fyrir Breiðhyltinga með mörgum frábærum mörkum. Markverðir beggja liða áttu fínan fyrri hálfleik og vörðu oft á tíðum flotta bolta. Seinni hálfleikur var góð skemmtun og ÍR-ingar virtust ákveðnir í upphafi. Það kom ekki að sök því Haukamenn sýndu hversu öflugir þeir eru og sýndu oft á köflum frábær tilþrif í sóknarleik sínum. Strákarnir hans Arons héldu tveggja til þriggja marka forystu þar til um tíu mínútur voru eftir. Á þeim kafla náðu Haukar fimm marka forystu sem þeir náðu að halda fram undir lok og sigruðu á endanum með fjórum mörkum. Leikurinn var skemmtilegur fyrir áhorfendur og mætingin var einnig til fyrirmyndar í Austurberginu, greinilegt að mikill áhugi er fyrir handboltanum hérna í Breiðholti.Stefán Rafn: Börðumst eins og ljón „Ég var bara mjög ánægður með mína menn, við börðumst eins ljón og þetta var mjög skemmtilegur leikur, mikil barátta og baráttusigur," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka. „Mér fannst leikurinn þróast mjög skemmtilega, hann var mjög jafn og við náðum aðeins að slíta okkur frá þeim um miðjan seinni hálfleik." „Það er auðvitað eitt af stóru markmiðunum að komast í landsliðið og vonandi verða fleiri svona leikir hjá mér til þess að hjálpa mér þangað."Aron: Varnarleikurinn þéttur „Ég er mjög ánægður með þennan leik, við vorum að spila þéttann varnarleik, ágætis markvarsla og keyrðum oft á tíðum hraðaupphlaupin stíft í bakið á þeim. Sóknarleikurinn var að mestu leyti mjög fjölbreyttur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Að sjálfsögðu hikstuðum við inn á milli á móti sterku ÍR liði. Þeir eru með marga sterka leikmenn sem hafa verið að spila erlendis og með landsliðinu."Bjarki: Misstum þá fram úr okkur „Fyrri hálfleikur var frekar jafn og ég var sáttur að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega og fengum fína markvörslu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR. „Reynsla Haukamanna er gríðarleg og þeir eru mjög vel spilandi lið og bara mjög góðir." „Við misstum þá fram úr okkur í seinni hálfleik í 3-5 mörk og þá vorum við farnir að elta. Þá þurftum við að reyna og rembast sem er erfitt gegn eins sterku liði og Hauka." Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjá meira
Haukar unnu góðan sigur á nýliðum ÍR-inga, 24-28, í Austurberginu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur ÍR í efstu deild í fimm ár eða síðan árið 2007. Haukar spiluðu virkilega góða vörn á upphafsmínútunum en byrjuðu sóknaleik sinn brösulega. ÍR-ingar komust í 2-0 en á næstu mínútum hresstust Haukamenn og lét Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, til sín taka og skoraði 5 mörk í röð. Eftir það varð leikurinn jafnari en Haukar þó ávallt skrefi á undan. Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, átti frábæran kafla um miðjan hálfleikinn og dró vagninn fyrir Breiðhyltinga með mörgum frábærum mörkum. Markverðir beggja liða áttu fínan fyrri hálfleik og vörðu oft á tíðum flotta bolta. Seinni hálfleikur var góð skemmtun og ÍR-ingar virtust ákveðnir í upphafi. Það kom ekki að sök því Haukamenn sýndu hversu öflugir þeir eru og sýndu oft á köflum frábær tilþrif í sóknarleik sínum. Strákarnir hans Arons héldu tveggja til þriggja marka forystu þar til um tíu mínútur voru eftir. Á þeim kafla náðu Haukar fimm marka forystu sem þeir náðu að halda fram undir lok og sigruðu á endanum með fjórum mörkum. Leikurinn var skemmtilegur fyrir áhorfendur og mætingin var einnig til fyrirmyndar í Austurberginu, greinilegt að mikill áhugi er fyrir handboltanum hérna í Breiðholti.Stefán Rafn: Börðumst eins og ljón „Ég var bara mjög ánægður með mína menn, við börðumst eins ljón og þetta var mjög skemmtilegur leikur, mikil barátta og baráttusigur," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka. „Mér fannst leikurinn þróast mjög skemmtilega, hann var mjög jafn og við náðum aðeins að slíta okkur frá þeim um miðjan seinni hálfleik." „Það er auðvitað eitt af stóru markmiðunum að komast í landsliðið og vonandi verða fleiri svona leikir hjá mér til þess að hjálpa mér þangað."Aron: Varnarleikurinn þéttur „Ég er mjög ánægður með þennan leik, við vorum að spila þéttann varnarleik, ágætis markvarsla og keyrðum oft á tíðum hraðaupphlaupin stíft í bakið á þeim. Sóknarleikurinn var að mestu leyti mjög fjölbreyttur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Að sjálfsögðu hikstuðum við inn á milli á móti sterku ÍR liði. Þeir eru með marga sterka leikmenn sem hafa verið að spila erlendis og með landsliðinu."Bjarki: Misstum þá fram úr okkur „Fyrri hálfleikur var frekar jafn og ég var sáttur að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega og fengum fína markvörslu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR. „Reynsla Haukamanna er gríðarleg og þeir eru mjög vel spilandi lið og bara mjög góðir." „Við misstum þá fram úr okkur í seinni hálfleik í 3-5 mörk og þá vorum við farnir að elta. Þá þurftum við að reyna og rembast sem er erfitt gegn eins sterku liði og Hauka."
Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn