Framúrskarandi söngkona Trausti Júlíusson skrifar 28. september 2012 09:40 Andrea Gylfadóttir hélt upp á 50 ára afmælið sitt með vel heppnuðum stórtónleikum í Hörpu fyrir skemmstu. Af sama tilefni var gefin út tvöföld safnplata, Stelpurokk, sem spannar feril þessarar framúrskarandi söngkonu. Það kom vel fram á tónleikunum í Hörpu hvað Andrea er fjölhæf tónlistarkona. Og það er líka augljóst þegar hlustað er á plötuna. Það eru 36 lög á Stelpurokki. Þekktustu hljómsveitir Andreu eru að sjálfsögðu þarna: Todmobile, Grafík, Borgardætur og Blúsmenn Andreu. Að auki eru m.a. lög úr leikritum, lög með Sálgæslunni og Stórsveit Reykjavíkur og lög sem Andrea söng með Tríói Björns Thoroddsen. Svo er eitt lag sem hún söng við undirleik Eðvarðs Lárussonar gítarleikara og þrjú lög með 90?s poppbandinu Tweety. Andrea er mögnuð söngkona. Hún sýnir það vel í poppinu með Grafík, í djasslögunum með Birni Thor, í leikhúslögunum (Gráttu mig ei Argentína??), í raddsettum dægurlögum Borgardætra og í rokkaðri lögunum með Todmobile. En hún er samt aldrei betri en þegar hún syngur blús. Andrea er líka ágætis textahöfundur, en tæplega helmingur textanna á þessari safnplötu er eftir hana. Lögin á Stelpurokki koma úr ólíkum áttum. Það er vel valið á þessa safnplötu og hún rennur flott í gegn. Hápunktar eru margir. Ég nefni fimm lög, en það mætti nefna miklu fleiri: Betra en nokkuð annað með Todmobile og Sinfó, Little Girl Blue með Blúsmönnum, Presley með Grafík, The Windmills Of Your Mind með Edda Lár og Gott mál með Tweety. Tweety var nefnilega skemmtileg poppsveit, þó að hún hafi ekki skilið mikið eftir sig. Stelpurokk er ein af þessum vönduðu og vel unnu ferilsplötum sem Sena er farin að dæla út af miklu öryggi. Í plötubæklingnum er mikið af upplýsingum, persónulegur og fínn texti um Andreu eftir nöfnu hennar Jónsdóttur og fullt af myndum. Á heildina litið frábært safn með einni af okkar albestu söngkonum. Trausti Júlíusson Mest lesið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Lífið „No Hingris Honly Mandarin“ Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Lífið samstarf Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Andrea Gylfadóttir hélt upp á 50 ára afmælið sitt með vel heppnuðum stórtónleikum í Hörpu fyrir skemmstu. Af sama tilefni var gefin út tvöföld safnplata, Stelpurokk, sem spannar feril þessarar framúrskarandi söngkonu. Það kom vel fram á tónleikunum í Hörpu hvað Andrea er fjölhæf tónlistarkona. Og það er líka augljóst þegar hlustað er á plötuna. Það eru 36 lög á Stelpurokki. Þekktustu hljómsveitir Andreu eru að sjálfsögðu þarna: Todmobile, Grafík, Borgardætur og Blúsmenn Andreu. Að auki eru m.a. lög úr leikritum, lög með Sálgæslunni og Stórsveit Reykjavíkur og lög sem Andrea söng með Tríói Björns Thoroddsen. Svo er eitt lag sem hún söng við undirleik Eðvarðs Lárussonar gítarleikara og þrjú lög með 90?s poppbandinu Tweety. Andrea er mögnuð söngkona. Hún sýnir það vel í poppinu með Grafík, í djasslögunum með Birni Thor, í leikhúslögunum (Gráttu mig ei Argentína??), í raddsettum dægurlögum Borgardætra og í rokkaðri lögunum með Todmobile. En hún er samt aldrei betri en þegar hún syngur blús. Andrea er líka ágætis textahöfundur, en tæplega helmingur textanna á þessari safnplötu er eftir hana. Lögin á Stelpurokki koma úr ólíkum áttum. Það er vel valið á þessa safnplötu og hún rennur flott í gegn. Hápunktar eru margir. Ég nefni fimm lög, en það mætti nefna miklu fleiri: Betra en nokkuð annað með Todmobile og Sinfó, Little Girl Blue með Blúsmönnum, Presley með Grafík, The Windmills Of Your Mind með Edda Lár og Gott mál með Tweety. Tweety var nefnilega skemmtileg poppsveit, þó að hún hafi ekki skilið mikið eftir sig. Stelpurokk er ein af þessum vönduðu og vel unnu ferilsplötum sem Sena er farin að dæla út af miklu öryggi. Í plötubæklingnum er mikið af upplýsingum, persónulegur og fínn texti um Andreu eftir nöfnu hennar Jónsdóttur og fullt af myndum. Á heildina litið frábært safn með einni af okkar albestu söngkonum. Trausti Júlíusson
Mest lesið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Lífið „No Hingris Honly Mandarin“ Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Lífið samstarf Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira