Körfubolti

Guðrún Gróa spilar með KR í vetur

Gróa verður aftur í KR-búningnum í vetur.
Gróa verður aftur í KR-búningnum í vetur.
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir er búinn að rífa körfuboltaskóna fram úr hillunni á nýjan leik og ætlar að spila með KR í vetur.

Það er karfan.is sem greinir frá þessu en tíðindin eru kærkomin fyrir KR sem var að missa Margréti Köru Sturludóttur úr hópnum en hún er ólétt.

Guðrún Gróa hætti í körfubolta fyrir ári síðan til þess einbeita sér að kraftlyftingum en sú íþróttagrein virðist ekki hafa átt vel við hana.

,,Þetta á ekkert bara við kraftlyftingarnar hjá mér því ég er búin að vera að rembast allt of lengi á röngum forsendum. Það er auðvitað markmið allra íþróttamanna að ná sem bestum árangri en þegar væntingarnar og markmiðin verða að byrgði sem maður burðast með alla daga þá fara þau að vinna gegn manni. Það þurfti orðið ekki annað en slæma æfingu til að ég legðist í hálfgert þunglyndi og var þannig stöðugt að brjóta sjálfa mig niður," sagði Gróa við karfan.is.

Viðtalið við hana í heild sinni má lesa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.