Jónas Fr: Skynsamlegt að viðhalda forgangi sparifjár Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. september 2012 18:44 Stefna atvinnuvegaráðuneytisins, ráðuneytis bankamála, er að vinna að löggjöf um allsherjarvernd innistæðna í bönkum og sparisjóðum þegar yfirlýsing um ríkisábyrgð fellur úr gildi. Fyrrverandi forstjóri FME telur rétt að halda forgangi innistæðna en segir það hafa mikil áhrif á möguleika banka við öflun lánsfjár. Til stendur að afnema ríkisábyrgð á innistæðum, en um er að ræða yfirlýsingu frá 6. október 2008 sem hefur verið áréttuð af núverandi ríkisstjórn. Í staðinn kemur nýtt regluverk um innistæðutryggingar. Stefnt er að því innistæður verði áfram forgangskröfur í þrotabú fjármálafyrirtækja, samkvæmt nýju frumvarpi um innistæðutryggingar sem unnið er að í ráðuneyti bankamála, atvinnuvegaráðuneytinu. Í raun lýsti Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þessu í umtalaðri grein sem hann birti í sumarlok í Financial Times. Í greininni sagði Steingrímur að forgangsréttur sparifjár myndi senda skýr skilaboð um að hluthafar, skuldabréfaeigendur og aðrir gætu ekki nálgast sparifé fólks til að draga úr eigin tjóni við slit fjármálafyrirtækja. Í reynd yrði skýr lína dregin í sandinn milli viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi með þessari aðgerð og umræða um aðskilnað yrði í raun óþörf því peningar sem yrðu eftir við fall banka eða sparisjóðs færu alltaf í að greiða fyrst upp kröfur sparifjáreigenda. Fáir ef einhverjir hér á landi þekkja regluverk fjármálamarkaðarins betur en Jónas Fr. Jónsson, lögmaður og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Áður en Jónas tók við starfi forstjóra FME árið 2005 starfaði hann í sjö ár sem sérfræðingur hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, í Brussel. Jónas segir það jákvætt að innistæður njóti áfram forgangs í samræmi við ákvæði neyðarlaganna en það skapi hins vegar vanda þegar bankarnir afli sér lánsfjár. Vextirnir fari upp eða lánveitendur fari fram á trygg veð, en talað er um aukna áherslu á svokölluð sértryggð skuldabréf í þessu samhengi. „Það er ljóst að fjármögnunarkjör bankanna verða almennt dýrari á annars konar fjármögnun en innlán. Það gæti þýtt að þeir færu meira út í sértryggð skuldabréf til þess að komast fram fyrir forganginn og það gæti líka haft einhver áhrif á uppbyggingu verðbréfamarkaðarins, að menn myndu síður fara inn í verðbréf sem fjárfestingarkost heldur en innlán. Ég vil samt segja líka að ég held það sé skynsamlegt að fylgja þeirri stefnumörkun sem var tekin með neyðarlögunum. Að gefa almennum sparifjáreigendum forgang," segir Jónas. Það á eftir að útfæra í atvinnuvegaráðuneytinu hvort verndin nái til allra, þ.e bæði einstaklinga og fyrirtækja og hversu háar fjárhæðir verði undir, en í Evrópusambandinu er lágmarksverndin 100 þúsund evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, samkvæmt tilskipun um innleidd var í lok árs 2010. Jónas segir þetta gott viðmið. „Það mun væntanlega ná að dekka um það bil 95% allra einstaklinga sem eiga innistæður. Þannig að ég held að sú upphæð til dæmis gæti verið aðeins hærri, en í fjárhæð í kringum það væri ágætt að miða við sem forgang." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Fleiri fréttir „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Sjá meira
Stefna atvinnuvegaráðuneytisins, ráðuneytis bankamála, er að vinna að löggjöf um allsherjarvernd innistæðna í bönkum og sparisjóðum þegar yfirlýsing um ríkisábyrgð fellur úr gildi. Fyrrverandi forstjóri FME telur rétt að halda forgangi innistæðna en segir það hafa mikil áhrif á möguleika banka við öflun lánsfjár. Til stendur að afnema ríkisábyrgð á innistæðum, en um er að ræða yfirlýsingu frá 6. október 2008 sem hefur verið áréttuð af núverandi ríkisstjórn. Í staðinn kemur nýtt regluverk um innistæðutryggingar. Stefnt er að því innistæður verði áfram forgangskröfur í þrotabú fjármálafyrirtækja, samkvæmt nýju frumvarpi um innistæðutryggingar sem unnið er að í ráðuneyti bankamála, atvinnuvegaráðuneytinu. Í raun lýsti Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þessu í umtalaðri grein sem hann birti í sumarlok í Financial Times. Í greininni sagði Steingrímur að forgangsréttur sparifjár myndi senda skýr skilaboð um að hluthafar, skuldabréfaeigendur og aðrir gætu ekki nálgast sparifé fólks til að draga úr eigin tjóni við slit fjármálafyrirtækja. Í reynd yrði skýr lína dregin í sandinn milli viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi með þessari aðgerð og umræða um aðskilnað yrði í raun óþörf því peningar sem yrðu eftir við fall banka eða sparisjóðs færu alltaf í að greiða fyrst upp kröfur sparifjáreigenda. Fáir ef einhverjir hér á landi þekkja regluverk fjármálamarkaðarins betur en Jónas Fr. Jónsson, lögmaður og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Áður en Jónas tók við starfi forstjóra FME árið 2005 starfaði hann í sjö ár sem sérfræðingur hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, í Brussel. Jónas segir það jákvætt að innistæður njóti áfram forgangs í samræmi við ákvæði neyðarlaganna en það skapi hins vegar vanda þegar bankarnir afli sér lánsfjár. Vextirnir fari upp eða lánveitendur fari fram á trygg veð, en talað er um aukna áherslu á svokölluð sértryggð skuldabréf í þessu samhengi. „Það er ljóst að fjármögnunarkjör bankanna verða almennt dýrari á annars konar fjármögnun en innlán. Það gæti þýtt að þeir færu meira út í sértryggð skuldabréf til þess að komast fram fyrir forganginn og það gæti líka haft einhver áhrif á uppbyggingu verðbréfamarkaðarins, að menn myndu síður fara inn í verðbréf sem fjárfestingarkost heldur en innlán. Ég vil samt segja líka að ég held það sé skynsamlegt að fylgja þeirri stefnumörkun sem var tekin með neyðarlögunum. Að gefa almennum sparifjáreigendum forgang," segir Jónas. Það á eftir að útfæra í atvinnuvegaráðuneytinu hvort verndin nái til allra, þ.e bæði einstaklinga og fyrirtækja og hversu háar fjárhæðir verði undir, en í Evrópusambandinu er lágmarksverndin 100 þúsund evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, samkvæmt tilskipun um innleidd var í lok árs 2010. Jónas segir þetta gott viðmið. „Það mun væntanlega ná að dekka um það bil 95% allra einstaklinga sem eiga innistæður. Þannig að ég held að sú upphæð til dæmis gæti verið aðeins hærri, en í fjárhæð í kringum það væri ágætt að miða við sem forgang." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Fleiri fréttir „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Sjá meira