Djúpið eftirsótt í útlöndum GVR skrifar 17. september 2012 14:39 Baltasar Kormákur við tökur á Djúpinu. Mynd/Anton Brink Kvikmyndin Djúpið fékk fádæma góðar undirtektir þeirra sem á horfðu á sérstakri hátíðarforsýningu í gærkvöldi. Myndin hefur þegar vakið athygli erlendis en leikstjórinn Baltasar Kormákur segir það þó aðeins ánægjulega viðbót. Myndin fjallar um þann harmleik sem átti sér stað 1984 þegar fiskibátnum Hellisey hvolfdi. Fjórir skipverjanna fórust en einum, Guðlaugi Friðþórssyni, tókst að synda til lands og ganga síðan yfir úfið hraun til byggða í Vestmannaeyjum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn kemur en hún var fyrst sýnd opinberlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Þegar hafa verið gerðir samningar um að sýna hana erlendis og segir Baltasar Kormákur það afar ánægjulegt. „Maður veit aldrei með svona myndir og íslenskar myndir fara kannski á nokkur málsvæði. Þetta er besta start sem ég hef haft af íslenskri mynd með sölu erlendis. Við vorum að selja til Japan sem er markaður sem ég hef aldrei selt á. Svo er komið tilboð frá Suður-Ameríku. Við erum komin með Bretland, Frakkland, Skandinavíu, Tékkland og Tyrkland. Ég get ekki einu sinni talið þetta allt. Bandaríkin eru komin líka. Og þetta er allt að gerast núna eftir þessa fyrstu kynningu í Toronto," segir Baltasar. Baltasar segir setta sérstaklega ánægjulegt vegna þess að myndin sé alls ekkert gerð fyrir erlenda markaði. „Það er svona aukageta greinilega. Ég vildi bara fyrst og fremst vera sannur sögunni og segja þessa sögu sem er rammíslensk. Og það er stundum sem hitt kemur þá með vegna þess að fólki finnst gaman að sjá eitthvað sem er sérstakt og sérstætt," segir Baltasar. Baltasar hefur upp á síðkastið leikstýrt nokkrum bíómyndum í Hollywood en hann segir að Djúpið sé þó langt í frá hans síðasta mynd hér á landi. „Ætlun mín var ekki að búa til íslenskar myndir til að komast til Hollywood. Ég geri íslenskar myndir af því ég elska að gera íslenskar myndir og segja íslenska sögu. Hins vegar er gaman að gera stærri myndir líka sem gerast á öðrum slóðum en íslensku myndirnar voru enginn stökkpallur inn í það. Ég hef mjög stór áform um íslenskar kvikmyndir í framtíðinni, bæði sem framleiðandi og leikstjóri, þannig að þetta er bara byrjunin," segir Baltasar Kormákur. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Kvikmyndin Djúpið fékk fádæma góðar undirtektir þeirra sem á horfðu á sérstakri hátíðarforsýningu í gærkvöldi. Myndin hefur þegar vakið athygli erlendis en leikstjórinn Baltasar Kormákur segir það þó aðeins ánægjulega viðbót. Myndin fjallar um þann harmleik sem átti sér stað 1984 þegar fiskibátnum Hellisey hvolfdi. Fjórir skipverjanna fórust en einum, Guðlaugi Friðþórssyni, tókst að synda til lands og ganga síðan yfir úfið hraun til byggða í Vestmannaeyjum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn kemur en hún var fyrst sýnd opinberlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Þegar hafa verið gerðir samningar um að sýna hana erlendis og segir Baltasar Kormákur það afar ánægjulegt. „Maður veit aldrei með svona myndir og íslenskar myndir fara kannski á nokkur málsvæði. Þetta er besta start sem ég hef haft af íslenskri mynd með sölu erlendis. Við vorum að selja til Japan sem er markaður sem ég hef aldrei selt á. Svo er komið tilboð frá Suður-Ameríku. Við erum komin með Bretland, Frakkland, Skandinavíu, Tékkland og Tyrkland. Ég get ekki einu sinni talið þetta allt. Bandaríkin eru komin líka. Og þetta er allt að gerast núna eftir þessa fyrstu kynningu í Toronto," segir Baltasar. Baltasar segir setta sérstaklega ánægjulegt vegna þess að myndin sé alls ekkert gerð fyrir erlenda markaði. „Það er svona aukageta greinilega. Ég vildi bara fyrst og fremst vera sannur sögunni og segja þessa sögu sem er rammíslensk. Og það er stundum sem hitt kemur þá með vegna þess að fólki finnst gaman að sjá eitthvað sem er sérstakt og sérstætt," segir Baltasar. Baltasar hefur upp á síðkastið leikstýrt nokkrum bíómyndum í Hollywood en hann segir að Djúpið sé þó langt í frá hans síðasta mynd hér á landi. „Ætlun mín var ekki að búa til íslenskar myndir til að komast til Hollywood. Ég geri íslenskar myndir af því ég elska að gera íslenskar myndir og segja íslenska sögu. Hins vegar er gaman að gera stærri myndir líka sem gerast á öðrum slóðum en íslensku myndirnar voru enginn stökkpallur inn í það. Ég hef mjög stór áform um íslenskar kvikmyndir í framtíðinni, bæði sem framleiðandi og leikstjóri, þannig að þetta er bara byrjunin," segir Baltasar Kormákur.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira