Djúpið eftirsótt í útlöndum GVR skrifar 17. september 2012 14:39 Baltasar Kormákur við tökur á Djúpinu. Mynd/Anton Brink Kvikmyndin Djúpið fékk fádæma góðar undirtektir þeirra sem á horfðu á sérstakri hátíðarforsýningu í gærkvöldi. Myndin hefur þegar vakið athygli erlendis en leikstjórinn Baltasar Kormákur segir það þó aðeins ánægjulega viðbót. Myndin fjallar um þann harmleik sem átti sér stað 1984 þegar fiskibátnum Hellisey hvolfdi. Fjórir skipverjanna fórust en einum, Guðlaugi Friðþórssyni, tókst að synda til lands og ganga síðan yfir úfið hraun til byggða í Vestmannaeyjum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn kemur en hún var fyrst sýnd opinberlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Þegar hafa verið gerðir samningar um að sýna hana erlendis og segir Baltasar Kormákur það afar ánægjulegt. „Maður veit aldrei með svona myndir og íslenskar myndir fara kannski á nokkur málsvæði. Þetta er besta start sem ég hef haft af íslenskri mynd með sölu erlendis. Við vorum að selja til Japan sem er markaður sem ég hef aldrei selt á. Svo er komið tilboð frá Suður-Ameríku. Við erum komin með Bretland, Frakkland, Skandinavíu, Tékkland og Tyrkland. Ég get ekki einu sinni talið þetta allt. Bandaríkin eru komin líka. Og þetta er allt að gerast núna eftir þessa fyrstu kynningu í Toronto," segir Baltasar. Baltasar segir setta sérstaklega ánægjulegt vegna þess að myndin sé alls ekkert gerð fyrir erlenda markaði. „Það er svona aukageta greinilega. Ég vildi bara fyrst og fremst vera sannur sögunni og segja þessa sögu sem er rammíslensk. Og það er stundum sem hitt kemur þá með vegna þess að fólki finnst gaman að sjá eitthvað sem er sérstakt og sérstætt," segir Baltasar. Baltasar hefur upp á síðkastið leikstýrt nokkrum bíómyndum í Hollywood en hann segir að Djúpið sé þó langt í frá hans síðasta mynd hér á landi. „Ætlun mín var ekki að búa til íslenskar myndir til að komast til Hollywood. Ég geri íslenskar myndir af því ég elska að gera íslenskar myndir og segja íslenska sögu. Hins vegar er gaman að gera stærri myndir líka sem gerast á öðrum slóðum en íslensku myndirnar voru enginn stökkpallur inn í það. Ég hef mjög stór áform um íslenskar kvikmyndir í framtíðinni, bæði sem framleiðandi og leikstjóri, þannig að þetta er bara byrjunin," segir Baltasar Kormákur. Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Sjá meira
Kvikmyndin Djúpið fékk fádæma góðar undirtektir þeirra sem á horfðu á sérstakri hátíðarforsýningu í gærkvöldi. Myndin hefur þegar vakið athygli erlendis en leikstjórinn Baltasar Kormákur segir það þó aðeins ánægjulega viðbót. Myndin fjallar um þann harmleik sem átti sér stað 1984 þegar fiskibátnum Hellisey hvolfdi. Fjórir skipverjanna fórust en einum, Guðlaugi Friðþórssyni, tókst að synda til lands og ganga síðan yfir úfið hraun til byggða í Vestmannaeyjum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn kemur en hún var fyrst sýnd opinberlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Þegar hafa verið gerðir samningar um að sýna hana erlendis og segir Baltasar Kormákur það afar ánægjulegt. „Maður veit aldrei með svona myndir og íslenskar myndir fara kannski á nokkur málsvæði. Þetta er besta start sem ég hef haft af íslenskri mynd með sölu erlendis. Við vorum að selja til Japan sem er markaður sem ég hef aldrei selt á. Svo er komið tilboð frá Suður-Ameríku. Við erum komin með Bretland, Frakkland, Skandinavíu, Tékkland og Tyrkland. Ég get ekki einu sinni talið þetta allt. Bandaríkin eru komin líka. Og þetta er allt að gerast núna eftir þessa fyrstu kynningu í Toronto," segir Baltasar. Baltasar segir setta sérstaklega ánægjulegt vegna þess að myndin sé alls ekkert gerð fyrir erlenda markaði. „Það er svona aukageta greinilega. Ég vildi bara fyrst og fremst vera sannur sögunni og segja þessa sögu sem er rammíslensk. Og það er stundum sem hitt kemur þá með vegna þess að fólki finnst gaman að sjá eitthvað sem er sérstakt og sérstætt," segir Baltasar. Baltasar hefur upp á síðkastið leikstýrt nokkrum bíómyndum í Hollywood en hann segir að Djúpið sé þó langt í frá hans síðasta mynd hér á landi. „Ætlun mín var ekki að búa til íslenskar myndir til að komast til Hollywood. Ég geri íslenskar myndir af því ég elska að gera íslenskar myndir og segja íslenska sögu. Hins vegar er gaman að gera stærri myndir líka sem gerast á öðrum slóðum en íslensku myndirnar voru enginn stökkpallur inn í það. Ég hef mjög stór áform um íslenskar kvikmyndir í framtíðinni, bæði sem framleiðandi og leikstjóri, þannig að þetta er bara byrjunin," segir Baltasar Kormákur.
Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Sjá meira