Djúpið eftirsótt í útlöndum GVR skrifar 17. september 2012 14:39 Baltasar Kormákur við tökur á Djúpinu. Mynd/Anton Brink Kvikmyndin Djúpið fékk fádæma góðar undirtektir þeirra sem á horfðu á sérstakri hátíðarforsýningu í gærkvöldi. Myndin hefur þegar vakið athygli erlendis en leikstjórinn Baltasar Kormákur segir það þó aðeins ánægjulega viðbót. Myndin fjallar um þann harmleik sem átti sér stað 1984 þegar fiskibátnum Hellisey hvolfdi. Fjórir skipverjanna fórust en einum, Guðlaugi Friðþórssyni, tókst að synda til lands og ganga síðan yfir úfið hraun til byggða í Vestmannaeyjum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn kemur en hún var fyrst sýnd opinberlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Þegar hafa verið gerðir samningar um að sýna hana erlendis og segir Baltasar Kormákur það afar ánægjulegt. „Maður veit aldrei með svona myndir og íslenskar myndir fara kannski á nokkur málsvæði. Þetta er besta start sem ég hef haft af íslenskri mynd með sölu erlendis. Við vorum að selja til Japan sem er markaður sem ég hef aldrei selt á. Svo er komið tilboð frá Suður-Ameríku. Við erum komin með Bretland, Frakkland, Skandinavíu, Tékkland og Tyrkland. Ég get ekki einu sinni talið þetta allt. Bandaríkin eru komin líka. Og þetta er allt að gerast núna eftir þessa fyrstu kynningu í Toronto," segir Baltasar. Baltasar segir setta sérstaklega ánægjulegt vegna þess að myndin sé alls ekkert gerð fyrir erlenda markaði. „Það er svona aukageta greinilega. Ég vildi bara fyrst og fremst vera sannur sögunni og segja þessa sögu sem er rammíslensk. Og það er stundum sem hitt kemur þá með vegna þess að fólki finnst gaman að sjá eitthvað sem er sérstakt og sérstætt," segir Baltasar. Baltasar hefur upp á síðkastið leikstýrt nokkrum bíómyndum í Hollywood en hann segir að Djúpið sé þó langt í frá hans síðasta mynd hér á landi. „Ætlun mín var ekki að búa til íslenskar myndir til að komast til Hollywood. Ég geri íslenskar myndir af því ég elska að gera íslenskar myndir og segja íslenska sögu. Hins vegar er gaman að gera stærri myndir líka sem gerast á öðrum slóðum en íslensku myndirnar voru enginn stökkpallur inn í það. Ég hef mjög stór áform um íslenskar kvikmyndir í framtíðinni, bæði sem framleiðandi og leikstjóri, þannig að þetta er bara byrjunin," segir Baltasar Kormákur. Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Kvikmyndin Djúpið fékk fádæma góðar undirtektir þeirra sem á horfðu á sérstakri hátíðarforsýningu í gærkvöldi. Myndin hefur þegar vakið athygli erlendis en leikstjórinn Baltasar Kormákur segir það þó aðeins ánægjulega viðbót. Myndin fjallar um þann harmleik sem átti sér stað 1984 þegar fiskibátnum Hellisey hvolfdi. Fjórir skipverjanna fórust en einum, Guðlaugi Friðþórssyni, tókst að synda til lands og ganga síðan yfir úfið hraun til byggða í Vestmannaeyjum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn kemur en hún var fyrst sýnd opinberlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Þegar hafa verið gerðir samningar um að sýna hana erlendis og segir Baltasar Kormákur það afar ánægjulegt. „Maður veit aldrei með svona myndir og íslenskar myndir fara kannski á nokkur málsvæði. Þetta er besta start sem ég hef haft af íslenskri mynd með sölu erlendis. Við vorum að selja til Japan sem er markaður sem ég hef aldrei selt á. Svo er komið tilboð frá Suður-Ameríku. Við erum komin með Bretland, Frakkland, Skandinavíu, Tékkland og Tyrkland. Ég get ekki einu sinni talið þetta allt. Bandaríkin eru komin líka. Og þetta er allt að gerast núna eftir þessa fyrstu kynningu í Toronto," segir Baltasar. Baltasar segir setta sérstaklega ánægjulegt vegna þess að myndin sé alls ekkert gerð fyrir erlenda markaði. „Það er svona aukageta greinilega. Ég vildi bara fyrst og fremst vera sannur sögunni og segja þessa sögu sem er rammíslensk. Og það er stundum sem hitt kemur þá með vegna þess að fólki finnst gaman að sjá eitthvað sem er sérstakt og sérstætt," segir Baltasar. Baltasar hefur upp á síðkastið leikstýrt nokkrum bíómyndum í Hollywood en hann segir að Djúpið sé þó langt í frá hans síðasta mynd hér á landi. „Ætlun mín var ekki að búa til íslenskar myndir til að komast til Hollywood. Ég geri íslenskar myndir af því ég elska að gera íslenskar myndir og segja íslenska sögu. Hins vegar er gaman að gera stærri myndir líka sem gerast á öðrum slóðum en íslensku myndirnar voru enginn stökkpallur inn í það. Ég hef mjög stór áform um íslenskar kvikmyndir í framtíðinni, bæði sem framleiðandi og leikstjóri, þannig að þetta er bara byrjunin," segir Baltasar Kormákur.
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira