Erlent

Telpan heldur heim til Bretlands

Unga stúlkan sem komst lífs af þegar foreldrar hennar og amma voru skotin til bana í Chevaline við frönsku Alpana á miðvikudag heldur heim til Bretlands í dag.

Skyldmenni hennar komu til Frakklands í gær ásamt starfsmanni bresku félagsþjónustunnar. Eldri systir stúlkunnar er enn meðvitundarlaus og liggur hún á sjúkrahúsi í Grenoble. Hún var skotin í öxlina og barin.

Rannsóknarlögreglumenn og tæknideild bresku lögreglunnar mun halda áfram rannsókn sinni á heimili fjölskyldunnar en leitað er vísbendinga um ástæðu morðanna.

Krufning fór fram í gær og gefa niðurstöður hennar til kynna að fórnarlömbin hafi með tölu verið skotin tvisvar í höfuðið. Að sögn lögreglunnar í Frakklandi gefur sú niðurstaða til kynna að morðin hafi verið skipulögð og að fagmenn hafi staðið að baki árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×