Erlent

He-man snýr aftur á hvíta tjaldið

Kvikmyndaframleiðendur í Hollywood undirbúa framleiðslu nýrrar kvikmyndar um ofurmennið He-man. Ekki er vitað hver muni fara með hlutverk kappans.

Þetta verður í annað sinn sem He-man kemur fram á hvíta tjaldinu. Síðast var það heljarmennið Dolp Lundgren sem fékk að berjast gegn Skeletor á lendarskýlunni einni, og það við dræmar viðtökur bæði gagnrýnenda sem og almennings.

Talið er að leikstjórinn Jon M. Chu muni sjá um leikstjórn. Fátt annað er þó vitað um kvikmyndina.

Hægt er að brot úr stórmyndinni He-man - Masters of the Universe frá árinu 1987 hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×