Erlent

Sauðdrukkinn maður fór húsavillt og sofnaði í hjónarúminu

Maðurinn verður að öllum líkindum ákærður fyrir innbrot. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Maðurinn verður að öllum líkindum ákærður fyrir innbrot. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/AFP
Heldur undarlegt mál kom upp í bænum Putnam í Bandaríkjunum fyrr í vikunni. Þá staulaðist sauðdrukkinn maður inn í svefnherbergi ókunnugra hjóna og lagðist á milli þeirra.

Hjónin segja að maðurinn hafi laumast inn í herbergi þeirra aðfaranótt mánudags. Þau skipuðu manninum, sem var í afar annarlegu ástandi, að yfirgefa húsið hið snarasta.

Maðurinn þvertók fyrir það og lagðist upp í rúmið. Hjónin höfðu samband við lögreglu og biðu hennar fyrir utan húsið. Loks komu lögregluþjónarnir og þustu þeir inn í svefnherbergið. Var maðurinn þá sofnaður í hjónarúminu.

„Þetta er ekki húsið mitt," sagði maðurinn svo eftir að lögregla vakti hann.

Hann sagðist hafa setið að sumbli á heimili sínu fyrr um kvöldið. Hann gat ekki útskýrt hvernig hann endaði á heimili hjónanna.

Maðurinn verður að öllum líkindum ákærður fyrir innbrot.

Það er bandaríski fréttamiðillinnn The Livingston County Daily Press sem greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×