Erlent

Forseti Rúmeníu heldur embættinu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu

Lítil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu í Rúmeníu um helgina þýðir að Traian Besescu forseti landsins heldur embætti sínu.

Þingið í Rúmeníu svipti forsetan embætti sínu tímabundið fyrr í mánuðum og efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Kjörsókn í henni var aðeins 46% og var meirihluti fyrir því að víkja forsetanum úr embætti. Hinsvegar segja reglurnar um atkvæðagreiðsluna að kjörsókn verði að vera yfir 50% til þess að hún sé gild.

Þegar útslitin lágu ljós fyrir í gær sagði Besescu að valdaráni hefði verið afstýrt í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×