Erlent

Ekkert lát á bardögum í borginni Aleppo

Miklir bardagar hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi alla helgina en þar reynir stjórnarher landsins að ná borginni úr höndum uppreisnarmanna.

Í frétt um málið á BBC segir að yfir 200.000 manns hafi flúið borgina vegna átakanna. Mikill skortur sé á drykkjarvatni og matvælum í borginni. Stjórnarherinn segist hafa náð einu hverfa borgarinnar á sitt vald en þar var samt barist áfram í nótt.

Leon Panetta varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er í opinberri heimsókn í MIðausturlöndum og hann segir að bardaginn um Aleppo verði síðasti naglinn í líkkistu Bashar Assad forseta Sýrlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×