Erlent

Notuðu meira rafmagn en leyfilegt er

Indverji ráfar um lestarteina í höfuðborginni Delhi í morgun.
Indverji ráfar um lestarteina í höfuðborginni Delhi í morgun. mynd/afp
Talið er að nokkur ríki á Indlandi hafi notað meira rafmagn en leyfilegt er þegar rafmagnslaust varð í norðurhluta landsins seint í nótt, með þeim afleiðingum að um 300 milljónir manna voru án rafmagns. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hefur tekist að koma rafmagni á meirihluta svæðisins. Orkumálaráðherra landsins segir að rannsókn væri hafi á biluninni og niðurstöðu væri að vænta innan tveggja vikna. Þetta er mesta rafmagnsleysi sem orðið hefur á Indlandi síðastliðin áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×