Erlent

Skráði vörumerkið "Anonymous" - slæm hugmynd segja sumir

Franskt fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á slagorði og vörumerki tölvuþrjótahópsins Anonymous. Félagið uppsker nú bræði netverja.

Fregnir af skráningunni féllu ekki í kramið hjá Anonymous. Hópurinn hefur nú birt myndband þar sem fyrirtækinu er sagt stríð á hendur. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.

Á síðustu misserum hefur hópurinn komið að fjölda tölvuárása. Þar á meðal hefur Anonymous tekist á við tæknirisann Sony, kreditkortafyrirtæki og spænsku lögregluna.

Það má því segja að litla franska fatafyrirtækið Early Flicker hafi boðið hættunni heim. Anonymous hefur birt nákvæmar upplýsingar um fyrirtækið og stjórnendur þess.

Hópurinn kallar aðgerðina Operation AnonTrademark. Þess er krafist að einkaleyfið verið dregið til baka og að fyrirtækið biðjist afsökunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×