"Núna er vinur okkar á leið til Ameríku í skipi“ BBI skrifar 20. júlí 2012 18:30 Hælisleitendur sem fundust um borð í flugvél fyrir tveimur vikum segja að vini sínum hafi tekist að koma sér úr landi og sé nú á leið til Bandaríkjanna. Þeir eru sjálfir staðráðnir í að reyna aftur að komast úr landi. Adam Aamer og Alhawari Agukourchi hafa verið hælisleitendur á Íslandi í um fjóra mánuði. Síðan þeir komu hafa þeir ítrekað reynt að koma sér af landi brott. Síðustu helgi voru þeir gripnir á skipasvæði Eimskips og fyrr í mánuðnum fundust þeir um borð í vél Icelandair á leið til Danmerkur. Hingað til hafa tilraunir þeirra mistekist. Strákarnir fullyrða hins vegar að félaga þeirra hafi tekist að komast um borð í skip. Birkir Blær Ingólfsson ræddi við þá í dag, en spænskumælandi vinur þeirra túlkaði samtalið. „Núna er vinur okkar á leið til Ameríku í skipi," segir Alhawari. Þeir telja að hann eigi um tveggja til þriggja daga siglingu fyrir höndum. Agnar Þór Agnarsson, yfirmaður öryggismála hjá Eimskipi, segir að leitað hafi verið á skipinu og enginn laumufarþegi hafi fundist um borð. Hann telur að skipinu yrði snúið við ef upp kæmist um laumufarþega. Strákarnir segja að félagi þeirra sé hvorki sá fyrsti né síðasti sem nær að lauma sér með skipi. „Það eru svo margir að reyna, það tekst að lokum," segja þeir. Strákarnir eru hluti af hópi flóttamanna sem hefur undafarið reynt að laumast um borð í skip Eimskips. Þeir eru hins vegar þeir einu sem hafa verið gripnir í flugvél hingað til. „Við höfum bara reynt einu sinni að komast um borð í flugvél. Hins vegar höfum við reynt oft að komast um borð í skip. Alla vega sex til sjö sinnum," segir Adam. Og þeir eru ekki af baki dottnir þó þeir hafi hingað til verið gripnir. „Ef við fáum tækifæri munum við reyna það aftur og aftur því við viljum komast brott af þessu landi," segir Adam. Þeim líkar ekki vistin hér á landi. „Það er bara ein hugsun sem kemst að hjá okkur. Við þurfum að komast burt. Hér erum við í búri. Alveg eins og páfagaukur í búri," segir Adam. Tengdar fréttir Auðvelt að laumast inn í flugvélina Hælisleitendurnir sem fundust um borð í flugvél Icelandair fyrir um tveimur vikum segja að auðvelt hafi verið að komast fram hjá öryggisgæslunni og inn í vélina. 21. júlí 2012 10:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hælisleitendur sem fundust um borð í flugvél fyrir tveimur vikum segja að vini sínum hafi tekist að koma sér úr landi og sé nú á leið til Bandaríkjanna. Þeir eru sjálfir staðráðnir í að reyna aftur að komast úr landi. Adam Aamer og Alhawari Agukourchi hafa verið hælisleitendur á Íslandi í um fjóra mánuði. Síðan þeir komu hafa þeir ítrekað reynt að koma sér af landi brott. Síðustu helgi voru þeir gripnir á skipasvæði Eimskips og fyrr í mánuðnum fundust þeir um borð í vél Icelandair á leið til Danmerkur. Hingað til hafa tilraunir þeirra mistekist. Strákarnir fullyrða hins vegar að félaga þeirra hafi tekist að komast um borð í skip. Birkir Blær Ingólfsson ræddi við þá í dag, en spænskumælandi vinur þeirra túlkaði samtalið. „Núna er vinur okkar á leið til Ameríku í skipi," segir Alhawari. Þeir telja að hann eigi um tveggja til þriggja daga siglingu fyrir höndum. Agnar Þór Agnarsson, yfirmaður öryggismála hjá Eimskipi, segir að leitað hafi verið á skipinu og enginn laumufarþegi hafi fundist um borð. Hann telur að skipinu yrði snúið við ef upp kæmist um laumufarþega. Strákarnir segja að félagi þeirra sé hvorki sá fyrsti né síðasti sem nær að lauma sér með skipi. „Það eru svo margir að reyna, það tekst að lokum," segja þeir. Strákarnir eru hluti af hópi flóttamanna sem hefur undafarið reynt að laumast um borð í skip Eimskips. Þeir eru hins vegar þeir einu sem hafa verið gripnir í flugvél hingað til. „Við höfum bara reynt einu sinni að komast um borð í flugvél. Hins vegar höfum við reynt oft að komast um borð í skip. Alla vega sex til sjö sinnum," segir Adam. Og þeir eru ekki af baki dottnir þó þeir hafi hingað til verið gripnir. „Ef við fáum tækifæri munum við reyna það aftur og aftur því við viljum komast brott af þessu landi," segir Adam. Þeim líkar ekki vistin hér á landi. „Það er bara ein hugsun sem kemst að hjá okkur. Við þurfum að komast burt. Hér erum við í búri. Alveg eins og páfagaukur í búri," segir Adam.
Tengdar fréttir Auðvelt að laumast inn í flugvélina Hælisleitendurnir sem fundust um borð í flugvél Icelandair fyrir um tveimur vikum segja að auðvelt hafi verið að komast fram hjá öryggisgæslunni og inn í vélina. 21. júlí 2012 10:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Auðvelt að laumast inn í flugvélina Hælisleitendurnir sem fundust um borð í flugvél Icelandair fyrir um tveimur vikum segja að auðvelt hafi verið að komast fram hjá öryggisgæslunni og inn í vélina. 21. júlí 2012 10:00