Enski boltinn

Heiðar skoraði og lagði upp mark á þrettán mínútum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heiðar Helguson verður 35 ára í ágúst.
Heiðar Helguson verður 35 ára í ágúst. Nordicphotos/Getty
Heiðar Helguson lét heldur betur til sín taka þær þrettán mínútur sem hann spilaði í 5-0 sigri Queens Park Rangers á Kelantan í æfingaleik í Malasíu í kvöld.

Heiðar kom inn á sem varamaður á 77. mínútu í stöðunni 3-0 fyrir gestina. Hann sýndi mikla óeigingirni þegar hann lagði upp mark fyrir Bobby Zamora á 82. mínútu.

Á lokamínútunni var Dalvíkingurinn aftur á ferðinni þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Max Ehmer.

Heiðar skoraði einnig í 5-0 sigri QPR á úrvalsliði frá Malasíu á miðvikudaginn. Þá léku Ji-Sung Park, Andy Johnson og Fabio da Silva sína fyrstu leiki fyrir Lundúnarfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×