Erlent

Óánægja með auð sæti á Ólympíuleikunum

BBI skrifar
Myndin er tekin á Ólympíuleikunum í ár.
Myndin er tekin á Ólympíuleikunum í ár. Mynd/AFP
Auð sæti á Ólympíuleikunum síðustu tvo daga hafa vakið reiði almennings. Stjórnarformaður leikanna í ár segir ólíklegt að það verði viðvarandi vandamál alla leikana.

Hundruð sæta voru auð í gær og morgun þegar keppt var m.a. í sundi, tennis og körfubolta. Skýringin á því er að öllum líkindum sú að fjölda sæta var úthlutað til svonefndrar Ólympíu-fjölskyldu. Hana skipa nefndarmenn úr Alþjóða ólympíunefndinni og ólympíunefndum þátttökulandanna auk fulltrúa fyrirtækja sem styrktu leikana.

Nú mætti ætla að sjálf Ólympíu-fjölskyldan hefði ekki áhuga á leikunum. Málið er þó ekki svo einfalt. Að sögn stjórnarformanns leikanna mun þetta vandamál aðeins fylgja fyrstu dögum leikanna meðan eigendur miða eru að reyna að finna út hvernig þeir geta deilt tíma sínum niður á hina ýmsu viðburði og hvað þeir þurfa að sjá.

Til stendur að koma upp kerfi svo hægt sé að selja inn á auð sæti á viðburðum jafnóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×