Körfubolti

Bandarískur leikstjórnandi til liðs við Snæfell

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Threatt er til hægri á myndinni.
Threatt er til hægri á myndinni. Aðsend mynd frá Snæfellingum
Karlalið Snæfells í körfuknattleik hefur samið við bandarískan leikstjórnanda fyrir komandi átök í Domino's deildinni í vetur.

Jay Threatt heitir nýjasti liðsmaður Snæfellinga en hann spilaði með Delaware State háskólanum vestanhafs. Threatt, sem er fæddur árið 1989, er 177 sentimetrar á hæð og þykir fljótur og útsjónarsamur að því er segir í fréttatilkynningu frá Snæfellingum.

Threatt leysir af hólmi Marquis Hall sem stýrði leik Snæfellinga í fyrra. Hall samdi við Víkingana í Saloon Vilpas í finnsku deildinni og spilar með liðinu í vetur.

Threatt, sem var með tæp níu stig og sex stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta ári sínu í háskólaboltanum, er væntanlegur til landsins í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×