Innlent

Mikil hætta þegar metandæla brotnaði á Ártúnshöfða

Metandæla við bensínstöð N1 á Ártúnshöfða brotnaði, þegar strætisvagn rakst utan í hana um fjögur leitið í nótt, með þeim afleiðingum að metan streymdi óhindarð út í andrúmsloftið.

Slökkviliðið var kallað á vettvang og varð að kalla út sérfræðinga, til að geta stöðvað lekann. Á meðan var mikil eldhætta næst dælunni, en sem betur fer hefur metan þann eiginleika, ólíkt öðrum gastegundum, að það stígur beint upp.

Farið verður yfir öryggismál stöðvarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×