Sport

Pistorius fyrsti aflimaði íþróttamaðurinn sem keppir á Ólympíuleikum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Suður-Afríski hlauparinn Oscar Pistorius, sem keppir með koltrefjafætur frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, keppir í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London í sumar. Þetta staðfesti Suður-Afríska frjálsíþróttasambandið í dag.

Pistorius, sem einnig verður í sveit þjóðar isnnar í 4x400 metra boðhlaupi, verður fyrsti aflimaði íþróttamaðurinn til þess að keppa á Ólympíuleikunum.

„Ég hef aldrei verið jafnstoltur og ég er í dag," skrifaði Pistorius á Twitter-síðu sína í dag. Tíðindin koma nokkuð á óvart enda hafði Pistorius ekki uppfyllt kröfur frjálsíþróttasambandsins að hlaupa tvívegis undir Ólympíulágmarkinu í greininni.

Pistorius verður hluti af þrettán manna frjálsíþróttateymi Suður-Afríku á Ólympíuleikunum. Hann verður fyrsti íþróttamaðurinn til þess að keppa á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra á sama árinu. Ólympíuleikarnir hefjast 27. júlí og Ólympíumótið, sem einnig fer fram í London, hefst 29. ágúst.

Pistorius keppir í 100, 200 og 400 metra hlaupi á Ólympímótinu auk þess sem hann verður í boðsveit Suður-Afríku í 4x100 metra hlaupi. Hann á þrjú gullverðlaun að verja frá síðasta Ólympíumóti í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×