Lífið

Sjónvarpskokkur á Hlölla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þokkagyðjan og sjónvarpskokkurinn Padma Lakshmi skellti sér á djammið í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og virðist hafa málað bæinn rauðan langt frameftir nóttu. Á twittersíðu sinni birtir hún mynd af því þegar hún beið í röðinni á Hlölla á Ingólfstorgi eftir gómsætum bát. Eins og fram kom hér á Vísi í gær er Padma Lakshmi, sem er fyrrverandi eiginkona rithöfundarins Salmans Rushdie, stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.