Lífið

Áfram djass tónleikar á KEX í sumar

BBI skrifar
Sigurður Flosason.
Sigurður Flosason.
Djass tónleikaröðin á KEX Hostel mun halda áfram í sumar með föstum númerum alla þriðjudaga að sögn Sigurðar Flosasonar, sem skipuleggur tónleikaröðina. Tónleikaröðin hóf göngu sína síðasta vetur og hefur vakið þónokkra athygli.

„Eins og er er ég eiginlega búinn að bóka út ágúst," segir Sigurður. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort starfið mun halda áfram næsta vetur en Sigurður segir allt benda til þess að svo verði.

Í kvöld leikur hljómsveitin Djass og fönk á KEX Hostel en tónleikarnir hófust klukkan níu. Hljósveitina skipa Ásgeir Ásgeirsson, Snorri Sigurðarson, Ingi Björn Ingason og Erik Qvick.

Í vetur hafa margir af færustu djassleikurum landsins komið fram á tónleikaröð Sigurðar á Kex sem hefur vakið þónokkra athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.