Lífið

Tom Cruise skilinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tom Cruise ásamt Katie Holmes.
Tom Cruise ásamt Katie Holmes.
Tom Cruise og Katie Holmes eru að skilja eftir fimm ára hjónaband. Þetta fullyrðir slúðurtímaritið People. „Þetta er persónulegt mál fyrir Katie og fjölskyldu hennar," segir Jonathan Wolfe, lögmaður Katie í samtali við People. „Aðalviðfangsefni Katie þessa stundina, eins og alltaf, eru hagsmunir dóttur hennar," bætti hann við. Cruise og Holmes giftu sig árið 2006 í ítölskum kastala. Þau eiga eina dóttur, Suri.

Tom Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion. Katie Holmes heimsótti hann fyrir tveimur vikum síðan, með dóttur þeirra Suri, og fóru þau út að borða og röltu um miðborg Reykjavíkur.

People segir að það hafi verið Katie Holmes sem sótti um skilnaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.