Lífið

Of Mosters and Men í Jay Leno í kvöld

BBI skrifar
Hljómsveitin hitti stjónvarpsstjörnuna baksviðs í dag.
Hljómsveitin hitti stjónvarpsstjörnuna baksviðs í dag. Mynd/Facebook hljómsveitarinnar
Krakkarnir í hljómsveitinni Of Monsters and Men verða gestir kvöldsins í The Tonight Show með Jay Leno. Krakkarnir eru komnir í stúdíóið og hafa þegar hitt Jay Leno sjálfan í eigin persónu.

Myndin hér til hliðar er tekin baksviðs og birtist í dag á facebook síðu hljómsveitarmeðlima með látlausu yfirskriftinni: Við fundum Jay.

Aðrir gestir í þættinum í kvöld verða leikarinn Rhys Ifans og leikarinn, leikstjórinn og höfundurinn Tyler Perry en tímaritið Forbes nefndi hann hæst launaða mann í skemmtibransanum árið 2011.

Þátturinn er einn sá vinsælasti sinnar tegundar en árið 2011 horfðu að meðaltali fjórar milljónir manna á hverja útsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.