Lífið

ELLE mælir með Bláa Lóninu

Blue Lagoon Spa er á meðal átta glæsilegra spa staða sem Elle tímaritið í Bandaríkjunum mælir með fyrir lesendur blaðsins.
Blue Lagoon Spa er á meðal átta glæsilegra spa staða sem Elle tímaritið í Bandaríkjunum mælir með fyrir lesendur blaðsins. myndir/elle og cover media
Bláa Lónið fær vægast sagt góða umfjöllun í bandaríska glanstímaritinu Elle. Í tímaritinu eru átta spa-heilsustaðir víðsvegar um heiminn lofsamaðir eins og uppáhaldsstaðir spjallþáttadívunnar Opruh, Miral Resort og Spa í Tucson í Arizona.

Þá má nefna Beverly Hills Spa, sem er staðsettur í hinni sögufrægu bleiku byggingu þar sem Marilyn Monore gisti meðal annars á árum áður.

Hið þekkta spa Les Sources de Caudalíe sem umlukið er vínekrum í Bordeaux héraði í Frakklandi er einnig á meðal þeirra staða sem Elle mælir með.

Í grein Elle segir að gestum líði ekki einungis eins og þeir séu í fríi á plánetunni Satúrnusi heldur hafi Bláa Lónið á Íslandi sem er ríkt af steinefnum og þörungum mýkjandi og góð áhrif á húðina.

April Long, blaðamaður Elle heimsótti Bláa Lónið síðastliðið haust og upplifði þá meðferðirnar þar. Blaðamaðurinn mælir sérstaklega með Silica Salt Glow meðferðinni og segir að þeir sem upplifi hana upplifi fullkomna slökun og að húðin verði silkimjúk.

Sjá umfjöllun hér (linkur).







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.