Lífið

Viðurkennir erfiða tíma í kjölfar veikinda

myndir/cover media
Meðfylgjandi myndir voru teknar af leikaranum Michael Douglas í gær. Þá má einnig sjá hann, ásamt eiginkonu sinni leikkonunni Catherine Zeta-Jones, uppábúinn á kvikmyndahátíð.

Leikarinn greindist með krabbamein árið 2010 en síðan þá hefur lífið ekki verið dans á rósum hjá hjónunum að sögn Catherine. Hún segir tilveruna vera mjög erfiða og skammast sín ekkert fyrir að viðurkenna það eins og hún orðaði það í nýlegu viðtali.

Ekki nóg með að eiginmaðurinn takist á við erfið veikindi heldur greindist Catherine með geðhvarfasýki og er ófeimin við að ræða opinskátt um veikleika sína.

Þegar erfiðleikarnir skullu á ákvað hún að taka sér frí frá kvikmyndaleik þar til fyrr á þessu ári þegar hún ákvað að taka að sér hlutverk í myndinni Rock of Ages með Tom Cruise í aðalhlutverki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.