Erlent

Assange fær tækifæri til að hnekkja framsalsúrskurði

BBI skrifar
Julian Assange
Julian Assange
Deilan um framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, virðist stefna í aðra umferð fyrir Hæstarétti Bretlands eftir að lögmenn hans fengu fjórtán daga frest til að leggja fram nýjar röksemdir í málinu.

Hæstiréttur Bretlands komst í dag að þeirri niðurstöðu að rétt væri að framselja Assange til Svíþjóðar vegna meintra kynferðisbrota. Niðurstaðan virðist reist á grein í Vínarsamningnum um þjóðaréttarsamninga. Nú hafa lögmenn Assange hins vegar fengið 14 daga frest til að láta á það reyna hvort greinin var rétt túlkuð í málinu. Það þykir afar óvenjulegt.

Þetta þýðir að Assange verður ekki framseldur fyrr en 13. júní hið fyrsta. Hér má lesa umfjöllun Guardian um málið.




Tengdar fréttir

Mega framselja Assange

Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði í morgun að framselja megi Julian Assange, stofnanda WikiLeaks vefsíðunnar til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið sakaður um nauðgun. Lögfræðingar Assange höfðu haldið því fram að framsalskrafan væri ógild og að hana bæri ekki að taka til greina. Þessu var hæstiréttur ekki sammála og því lítur nú út fyrir að Assange verði framseldur. Þó gæti verið að hann reyni að fá Mannréttindadómstól Evrópu til að taka málið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×