Lífið

Miðaldra konur með yngri mönnum

Seinustu ár hefur það færst í aukana að miðaldra konur séu farnar að yngja upp. Þær eru oft kallaðar "cougars" á ensku.

Slíkum konum er yfirleitt lýst sem konum sem eru öruggar með sjálfar sig, taki yfirleitt stjórnina í sambandinu og séu kynþokkafullar.

Yfirleitt eru það karlarnir sem leita sér að eldri konu. Þeir heillast af sjálfstraustinu og reynslunni og finnst gott að þurfa ekki að sjá um konuna fjárhagslega. Bíógestir sáu margir slíkt samband í fyrsta sinn í bandarísku kvikmyndinni The Graduate en einnig hafa margar Hollywood-stjörnur verið með yngri mönnum eins og til dæmis Demi Moore og Susan Sarandon. Enn eru þó margir sem líta slík sambönd hornauga þó svo að það hafi þótt eðlilegt í margar aldir að karlar séu í sambandi við yngri konur.

Tímarnir eru þó að breytast og samfélagið er að taka þessi sambönd í sátt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.