Landsbankinn þinn Hafþór Eide Hafþórsson skrifar 2. júní 2012 08:48 Eftir stofnun Nýja Landsbankans var því lýst yfir að bankinn og starfsmenn hans skorist ekki undan ábyrgð á verkum sínum síðustu ár og það ítrekað að vilji sé til þess að læra af því sem misfórst. Meðal þess sem var ýtt úr vör innan bankans var langt og strangt stefnumótunarferli og var afrakstur þess kynntur 2. október 2010. Nýja mottóið úr þessu kostnaðarsama ferli var "Landsbankinn þinn". Ég sjálfur tilheyri hópnum "fráfarandi og fyrrverandi viðskiptavinir Landsbankans" þar sem ég er einn af þeim fjölmörgu sem lent hafa í árás bankans á landsbyggðina sem fólst í lokun 7 útibúa um land allt og var sparnaðurinn áætlaður um 400 milljónir á ári samkvæmt fréttatilkynningu frá 24.maí. Bankinn ákvað að hnykkla vöðvanna og sýna snjöll almannatengsla "trick" til þess að reyna að svæfa málið sem fyrst því að aðgerðir þessar voru tilkynntar með aðeins einnar viku fyrirvara, útibúunum var svo lokað í gær, 31.maí 2012. Engu breytti um hvort var að ræða starfsmenn útibúa bankans eða viðskiptavini, vitneskja um lokunina barst í gegnum fjölmiðla. Ég hlýt að spyrja mig afhverju Steinþór Pálsson bankastjóri & co hafi lagt í þá vegferð, með tilheyrandi kostnaði, að móta nýju stefnu sem átti að vera til þess að reisa bankann úr rústum þess gamla, þegar að nákvæmlega ekkert er farið eftir skjalinu fína. Einkunnarorð nýju stefnunnar eru "Hlustum, lærum og þjónum". 1) Hvað hlustun bankans varðar tel ég að hún sé ansi skert. Þeir hafa aðallega spurt sjálfa sig og hlustað á sjálfa sig, því ekki neitt einasta samráð var haft við hagsmunaaðila bankans. 2) Lærdómurinn frá hruni virðist líka vera af skornum skammti því að svona kemur alls maður ekki fram við fólk, og sérstaklega ef þú ert stofnun eins og banki sem fjöldi fyrirtækja- og fólks, mistæknivæddu af öllum stærðum, gerðum og aldri, reiðir sig á. 3) Þjónustulundin verður ekki sökuð um að vera spennandi þar sem ég og fleiri höfum bara engan áhuga á því að þurfa núna að ferðast yfir 40 kílómetra til þess að láta þjóna mér í banka. Það er einfaldlega ekki allt sem ég get leyst í gegnum netbanka, og sérstaklega þar sem ég rek mitt eigið fyrirtæki í ferðaþjónustu þar sem leggja þarf inn beinharða peninga eftir daginn. Enn án efa það besta sem þessi nýja stefna hefur uppá að bjóða er framtíðarsýnin, en hún er: Landsbankinn er til fyrirmyndar. Mér fannst það grátbroslegt að hugsa til þess að það hafi virkilega verið sami bankinn sem skrifaði þessi fagurskreyttu orð og sem lokaði öllum útibúunum á svona líka ruddalegan hátt gagnvart viðskiptavinunum, starfsfólkinu og öllum samfélögunum þar sem bankinn var með starfsemi. Samfélagsstefna er einmitt líka eitt af nýju flottu orðunum innan Landsbankans og í kvöldfréttum RÚV þann 31.maí var haft eftir talsmanni bankans að samfélagsstefna Landsbankans fælist í því að "búa til arðbær störf í stað þess að reka útibú sem ekki bera sig". Þarna þætti mér gaman að vita hvað hið getulausa almannatengslasvið Landsbankans á við? Ég geri mér grein fyrir því að þau hafi öll verið með óráði þennan dag, enda mikið sem gekk á. En skoðum þetta nú samt aðeins; 1) Arðbær störf, þýðir þetta að fáliðari hópur þjónustufulltrúa, sem ennþá eru með vinnu, sinni peningalegum eignum fólks sem Landsbankinn hefur flæmt burt með framkomu sinni? – Það efast ég um að gangi upp. 2) Loka útibúum sem ekki bera sig; ég krefst þess að bankinn opinberi rekstrarniðurstöður útibúa fyrir árin 2009- 2011. Það þarf enginn að segja mér það tildæmis að útibúin á Fáskrúðsfirði og Eskifirði, þar sem á annað þúsund íbúa búa samanlagt, beri sig ekki. Auk þess ef eitthvað er að marka orð talsmannsins um að loka útibúum sem bera sig ekki hlýtur hann að vera að boða að útibú bankans á ennþá minni og svipuðum stöðum eins og Borgafirði Eystri, Vopnafirði, Þingeyri, Vogum, Seyðisfirði, Tálknafirði, Patreksfirði og Sandgerði séu á "þurka út" lista Landsbankans. Rétt ber að taka fram að það sem haft var eftir talsmanni bankans í fréttum RÚV hef ég hvergi fundið undir stefnu bankans, enda hefur talsmannsgreyið sennilega misst þetta út úr sér í einhverju móki. Þessar illa ígrunduðu og heimskulega framkvæmdu hagræðingaraðgerðir bankans koma mér líka á óvart fyrir þær sakir að árið 2011 skilaði bankinn 16,9 milljarða hagnaði, og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam hagnaðurinn 7,7 milljörðum. Fyrst að svona miklu er fórnað til þess að hagræða um 400 milljónir króna hlýtur allt að vera undir, þar á meðal mánaðarlaun Steinþórs Pálssonar bankastjóra Landsbankans, sem birtist eins og stunginn grís þann 28. Desember 2011 í sjónvarpsþættinum Klinkið á Stöð 2. En þar kveinkaði Steinþór sér undan því að vera hlutfallslega verst launaðasti bankastarfsmaður á Íslandi, verandi með yfir milljón á mánuði. Ekki misskilja mig, ég er mjög hlynntur háum launum sé innistæða fyrir þeim, en fyrst að þarf að loka 7 útibúum og segja upp 50 manns í nafni hagræðingar, hljóta laun Steinþórs og meðreiðarsveina hans sem ábyrgð bera á þessari árás landsbyggðina, að lúta sömu lögmálum þegar að kemur að hagræðingu. Ef ekki, má hinn hámenntaði Steinþór Pálsson skammast sín ærlega, og nóg er skömmin nú fyrir eftir að komið svona fram við sitt eigið starfsfólk og viðskiptavini. Ég sem skattgreiðandi og einn af mjög mörgum eigendum Landsbankans, krefst þess af þeim sem fara með 81,33% eignarhlut ríkisins í bankanum, að tekið verði stöðumat á næstu mánuðum og það metið hvað þessar ruddalegu aðgerðir hafa valdið Landsbankanum miklu tjóni vegna stórflótta viðskiptavina, og þar að leiðandi rýrt virði bankans sem almannaeignar. Ég skora á ráðamenn landsins að standa nú einu sinni í lappirnar og láta menn axla ábyrgð á gjörðum sínum, því síðast þegar að ég vissi á fyrirtækjarekstur ekki að snúast um það að koma illa fram við fólk, en það hefur Landsbankanum einmitt tekist mjög vel, þrátt fyrir nýju, flottu og án efa rándýru stefnuna sína. Landsbankinn þinn? Allaveganna aldrei aftur Landsbankinn minn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eftir stofnun Nýja Landsbankans var því lýst yfir að bankinn og starfsmenn hans skorist ekki undan ábyrgð á verkum sínum síðustu ár og það ítrekað að vilji sé til þess að læra af því sem misfórst. Meðal þess sem var ýtt úr vör innan bankans var langt og strangt stefnumótunarferli og var afrakstur þess kynntur 2. október 2010. Nýja mottóið úr þessu kostnaðarsama ferli var "Landsbankinn þinn". Ég sjálfur tilheyri hópnum "fráfarandi og fyrrverandi viðskiptavinir Landsbankans" þar sem ég er einn af þeim fjölmörgu sem lent hafa í árás bankans á landsbyggðina sem fólst í lokun 7 útibúa um land allt og var sparnaðurinn áætlaður um 400 milljónir á ári samkvæmt fréttatilkynningu frá 24.maí. Bankinn ákvað að hnykkla vöðvanna og sýna snjöll almannatengsla "trick" til þess að reyna að svæfa málið sem fyrst því að aðgerðir þessar voru tilkynntar með aðeins einnar viku fyrirvara, útibúunum var svo lokað í gær, 31.maí 2012. Engu breytti um hvort var að ræða starfsmenn útibúa bankans eða viðskiptavini, vitneskja um lokunina barst í gegnum fjölmiðla. Ég hlýt að spyrja mig afhverju Steinþór Pálsson bankastjóri & co hafi lagt í þá vegferð, með tilheyrandi kostnaði, að móta nýju stefnu sem átti að vera til þess að reisa bankann úr rústum þess gamla, þegar að nákvæmlega ekkert er farið eftir skjalinu fína. Einkunnarorð nýju stefnunnar eru "Hlustum, lærum og þjónum". 1) Hvað hlustun bankans varðar tel ég að hún sé ansi skert. Þeir hafa aðallega spurt sjálfa sig og hlustað á sjálfa sig, því ekki neitt einasta samráð var haft við hagsmunaaðila bankans. 2) Lærdómurinn frá hruni virðist líka vera af skornum skammti því að svona kemur alls maður ekki fram við fólk, og sérstaklega ef þú ert stofnun eins og banki sem fjöldi fyrirtækja- og fólks, mistæknivæddu af öllum stærðum, gerðum og aldri, reiðir sig á. 3) Þjónustulundin verður ekki sökuð um að vera spennandi þar sem ég og fleiri höfum bara engan áhuga á því að þurfa núna að ferðast yfir 40 kílómetra til þess að láta þjóna mér í banka. Það er einfaldlega ekki allt sem ég get leyst í gegnum netbanka, og sérstaklega þar sem ég rek mitt eigið fyrirtæki í ferðaþjónustu þar sem leggja þarf inn beinharða peninga eftir daginn. Enn án efa það besta sem þessi nýja stefna hefur uppá að bjóða er framtíðarsýnin, en hún er: Landsbankinn er til fyrirmyndar. Mér fannst það grátbroslegt að hugsa til þess að það hafi virkilega verið sami bankinn sem skrifaði þessi fagurskreyttu orð og sem lokaði öllum útibúunum á svona líka ruddalegan hátt gagnvart viðskiptavinunum, starfsfólkinu og öllum samfélögunum þar sem bankinn var með starfsemi. Samfélagsstefna er einmitt líka eitt af nýju flottu orðunum innan Landsbankans og í kvöldfréttum RÚV þann 31.maí var haft eftir talsmanni bankans að samfélagsstefna Landsbankans fælist í því að "búa til arðbær störf í stað þess að reka útibú sem ekki bera sig". Þarna þætti mér gaman að vita hvað hið getulausa almannatengslasvið Landsbankans á við? Ég geri mér grein fyrir því að þau hafi öll verið með óráði þennan dag, enda mikið sem gekk á. En skoðum þetta nú samt aðeins; 1) Arðbær störf, þýðir þetta að fáliðari hópur þjónustufulltrúa, sem ennþá eru með vinnu, sinni peningalegum eignum fólks sem Landsbankinn hefur flæmt burt með framkomu sinni? – Það efast ég um að gangi upp. 2) Loka útibúum sem ekki bera sig; ég krefst þess að bankinn opinberi rekstrarniðurstöður útibúa fyrir árin 2009- 2011. Það þarf enginn að segja mér það tildæmis að útibúin á Fáskrúðsfirði og Eskifirði, þar sem á annað þúsund íbúa búa samanlagt, beri sig ekki. Auk þess ef eitthvað er að marka orð talsmannsins um að loka útibúum sem bera sig ekki hlýtur hann að vera að boða að útibú bankans á ennþá minni og svipuðum stöðum eins og Borgafirði Eystri, Vopnafirði, Þingeyri, Vogum, Seyðisfirði, Tálknafirði, Patreksfirði og Sandgerði séu á "þurka út" lista Landsbankans. Rétt ber að taka fram að það sem haft var eftir talsmanni bankans í fréttum RÚV hef ég hvergi fundið undir stefnu bankans, enda hefur talsmannsgreyið sennilega misst þetta út úr sér í einhverju móki. Þessar illa ígrunduðu og heimskulega framkvæmdu hagræðingaraðgerðir bankans koma mér líka á óvart fyrir þær sakir að árið 2011 skilaði bankinn 16,9 milljarða hagnaði, og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam hagnaðurinn 7,7 milljörðum. Fyrst að svona miklu er fórnað til þess að hagræða um 400 milljónir króna hlýtur allt að vera undir, þar á meðal mánaðarlaun Steinþórs Pálssonar bankastjóra Landsbankans, sem birtist eins og stunginn grís þann 28. Desember 2011 í sjónvarpsþættinum Klinkið á Stöð 2. En þar kveinkaði Steinþór sér undan því að vera hlutfallslega verst launaðasti bankastarfsmaður á Íslandi, verandi með yfir milljón á mánuði. Ekki misskilja mig, ég er mjög hlynntur háum launum sé innistæða fyrir þeim, en fyrst að þarf að loka 7 útibúum og segja upp 50 manns í nafni hagræðingar, hljóta laun Steinþórs og meðreiðarsveina hans sem ábyrgð bera á þessari árás landsbyggðina, að lúta sömu lögmálum þegar að kemur að hagræðingu. Ef ekki, má hinn hámenntaði Steinþór Pálsson skammast sín ærlega, og nóg er skömmin nú fyrir eftir að komið svona fram við sitt eigið starfsfólk og viðskiptavini. Ég sem skattgreiðandi og einn af mjög mörgum eigendum Landsbankans, krefst þess af þeim sem fara með 81,33% eignarhlut ríkisins í bankanum, að tekið verði stöðumat á næstu mánuðum og það metið hvað þessar ruddalegu aðgerðir hafa valdið Landsbankanum miklu tjóni vegna stórflótta viðskiptavina, og þar að leiðandi rýrt virði bankans sem almannaeignar. Ég skora á ráðamenn landsins að standa nú einu sinni í lappirnar og láta menn axla ábyrgð á gjörðum sínum, því síðast þegar að ég vissi á fyrirtækjarekstur ekki að snúast um það að koma illa fram við fólk, en það hefur Landsbankanum einmitt tekist mjög vel, þrátt fyrir nýju, flottu og án efa rándýru stefnuna sína. Landsbankinn þinn? Allaveganna aldrei aftur Landsbankinn minn.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar