Einar Þorvarðarson: Get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 09:42 Mynd / Vilhelm Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. Evrópska handknattleikssambandið hefur ekki gefið út hvað verði um sæti Hollendinga á mótinu. Sem gestgjafar fékk þjóðin sjálfkrafa sæti á mótinu en óvíst er hvað verður um það. „Ég get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu. Það fyndist mér óeðlilegt. Þeir spiluðu ekki í forkeppninni og fengu farseðilinn á mótið sem gestgjafar. Mér fyndist skrýtið að þeir héldu sætinu þótt keppnin yrði haldin í öðru landi," segir Einar Þorvarðarson framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands. Ísland er með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem komust ekki á Evrópumótið. Ísland fékk sex stig líkt og Pólverjar en er með betri markatölu. „Það er auðvitað þar sem við stöndum vel. Við höfum sex stig líkt og Pólverjar og með bestan árangur af þeim liðum sem komust ekki inn. Við yrðum því líklega fyrsta þjóð til að koma inn þ.e. ef þjóð, sem hefur tryggt sér sæti á mótinu, mun halda það," segir Einar. „Svo gæti farið að þjóð myndi halda keppnina sem hefði ekki tryggt sér sæti á mótinu. Þá myndi sætið væntanlega flytjast þangað," segir Einar. Menn velta fyrir sér hvort Ísland gæti ekki klárað dæmið með því að halda mótið. Einar segir ýmislegt standa í vegi fyrir því eins og staðan sé nú. „Það eru ekki til íþróttahús á Íslandi sem uppfylla kröfurnar. Það þarf að spila riðlana í 3-4 þúsund manna húsum og úrslitaleikinn í tíu þúsund manna höllum. Því þyrfti í það minnsta að breyta. Við heyrðum fyrst af þessu í gær og komum til með að skoða þessi mál nánar," segir Einar. Svo virðist sem breytingar á stjórn hollenska handknattleikssambandins hafi haft sitt að segja í ákvörðun Hollendinga en einnig hafi kostnaður haft mikil áhrif. Brugðið getur til beggja vona þegar stórmót eru haldin og veit Einar um gott dæmi þess efnis. „Evrópumótið 2010 var haldið í Danmörku og Noregi. Undanriðlarnir voru spilaðir í Danmörku annars vegar og Noregi hins vegar. Milliriðlarnir, undanúrslit og úrslitin voru svo spiluð í Danmörku. Norðmenn töpuðu mjög háum fjárhæðum á mótinu á meðan Danir skiluðu hagnaði," segir Einar. Fréttatilkynningar er að vænta frá evrópska handknattleikssambandinu innan tíðar. Draga átti í riðla í lokakeppninni í Rotterdam á morgun en drættinum hefur verið frestað. Tengdar fréttir Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. Evrópska handknattleikssambandið hefur ekki gefið út hvað verði um sæti Hollendinga á mótinu. Sem gestgjafar fékk þjóðin sjálfkrafa sæti á mótinu en óvíst er hvað verður um það. „Ég get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu. Það fyndist mér óeðlilegt. Þeir spiluðu ekki í forkeppninni og fengu farseðilinn á mótið sem gestgjafar. Mér fyndist skrýtið að þeir héldu sætinu þótt keppnin yrði haldin í öðru landi," segir Einar Þorvarðarson framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands. Ísland er með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem komust ekki á Evrópumótið. Ísland fékk sex stig líkt og Pólverjar en er með betri markatölu. „Það er auðvitað þar sem við stöndum vel. Við höfum sex stig líkt og Pólverjar og með bestan árangur af þeim liðum sem komust ekki inn. Við yrðum því líklega fyrsta þjóð til að koma inn þ.e. ef þjóð, sem hefur tryggt sér sæti á mótinu, mun halda það," segir Einar. „Svo gæti farið að þjóð myndi halda keppnina sem hefði ekki tryggt sér sæti á mótinu. Þá myndi sætið væntanlega flytjast þangað," segir Einar. Menn velta fyrir sér hvort Ísland gæti ekki klárað dæmið með því að halda mótið. Einar segir ýmislegt standa í vegi fyrir því eins og staðan sé nú. „Það eru ekki til íþróttahús á Íslandi sem uppfylla kröfurnar. Það þarf að spila riðlana í 3-4 þúsund manna húsum og úrslitaleikinn í tíu þúsund manna höllum. Því þyrfti í það minnsta að breyta. Við heyrðum fyrst af þessu í gær og komum til með að skoða þessi mál nánar," segir Einar. Svo virðist sem breytingar á stjórn hollenska handknattleikssambandins hafi haft sitt að segja í ákvörðun Hollendinga en einnig hafi kostnaður haft mikil áhrif. Brugðið getur til beggja vona þegar stórmót eru haldin og veit Einar um gott dæmi þess efnis. „Evrópumótið 2010 var haldið í Danmörku og Noregi. Undanriðlarnir voru spilaðir í Danmörku annars vegar og Noregi hins vegar. Milliriðlarnir, undanúrslit og úrslitin voru svo spiluð í Danmörku. Norðmenn töpuðu mjög háum fjárhæðum á mótinu á meðan Danir skiluðu hagnaði," segir Einar. Fréttatilkynningar er að vænta frá evrópska handknattleikssambandinu innan tíðar. Draga átti í riðla í lokakeppninni í Rotterdam á morgun en drættinum hefur verið frestað.
Tengdar fréttir Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01