Lífið

Helgarmaturinn - Sumarlegur réttur alþingiskonu

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Sumarið er komið á mínu heimili þegar þessi réttur er dreginn fram. Ég rakst á hrísgrjónasalatsuppskriftina að mig minnir í Gestgjafanum fyrir mörgum árum en kjúklingurinn er eigin „uppfinning". segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingiskona.

Þennan rétt má gera fyrirfram og hentar því mjög vel í mannmargar sumarveislur á pallinum.



Sumarstemning á pallinum

Kjúklingaleggir og hrísgrjónasalat

Kjúklingur

Kjúklingaleggir

Ítalskt pastakrydd frá Pottagöldrum

Rósmarín frá Pottagöldrum

Garlic & Parsley Salt frá McCormic

Svartur pipar

Ólífuolía



Kjúklingurinn þerraður og penslaður létt með ólífuolíu. Kryddaður ríflega með ofangreindu kryddi. Grillaður þar til dökkur og stökkur.

Hrísgrjónasalat

2 pokar hrísgrjón

1 búnt vorlaukur, græni parturinn skorinn smátt

1 krukka grænt pestó

sólþurrkaðir tómatar (þerraðir)

maísbaunir

fetaostur í olíu (olían sigtuð frá)

Hrísgrjónin soðin og kæld. Sett í stóra skál. Pestói blandað út í fyrst og síðan öðru koll af kolli.

Ég set salatið alltaf í stóra, víða hringlaga skál og raða kjúklingaleggjunum fallega á salatið. Þetta getur ýmist verið fyrir standandi partý eða sitjandi matarboð. Passa bara upp á að hafa nóg af servíettum því það er bara stemning í því að borða leggina með fingrunum! Kalt og gott hvítvín með og allir eru kátir!

Verði ykkur að góðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.