Lífið

Leitað aftur til sjöunda áratugarins

Gunnar Hilmarsson, fatahönnuður að störfum.
Gunnar Hilmarsson, fatahönnuður að störfum. Myndir/Sigurjón Ragnar
Gunnar Hilmarsson fatahönnuður var fenginn í það áhugaverða og spennandi verkefni að hanna starfsmannabúninga flugfélagsins WOW air. Hann segir það skemmtilega áskorun að hafa fengið að taka þátt í hönnun fatnaðarins.

„Það sem hefur verið einstakt við verkefnið er hin sterka sýn á ímynd félagsins sem eigandi og stjórnendur félagsins hafa. Stemningin er sótt til sjöunda áratugarins þegar heimurinn breyttist til frambúðar. Tíska og tíðarandi þessa áratugar voru einstök. Fólk ferðaðist meira, uppgötvaði heiminn, tónlist, kvenfrelsi og frjálsar ástir. Hinn almenni borgari hafði efni á að ferðast og heimurinn minnkaði heilan helling. Bítlarnir, Martin Luther King, Kennedy og hipparnir mótuðu áratuginn. Sjónvarpið og tískublöð mótuðu tískuna og útlitið skipti öllu máli. Tískan var fjöldaframleidd og aðgengileg hinum almenna borgara."

Verkefnið var því að færa hinar kynþokkafullu og kvenlegu línur sjöunda áratugarins yfir í einkennisbúning sem virkar árið 2012. „Nægilega kynþokkafullur til að búa til rétta stemningu en þó þannig að hann hentar í vinnuna um borð í WOW Air-flugvélunum."

Gunnar segir útkomuna eins og hann sá fyrir sér, að flugfreyjurnar séu kvenlegar, kynþokkafullar og geislandi af sjálfsöryggi en flugþjónarnir eru eins „slick" og herramenn sjöunda áratugarins voru. „Þeir drekka reyndar ekki í vinnunni eins og tíðkaðist í þá daga. Einhver myndi segja að ég væri „a bit stuck in the past" en það er bara svo skemmtilegt," segir Gunnar að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.