Hvað ætla þær að gera í sumarfríinu? 8. júní 2012 13:30 Diljá, Katrín Brynja, Loreen og Lovísa. Lífið forvitnaðist hjá þremur glæsilegum kjarnakonum hvað þær ætla að gera í sumarfríinu. Lovísa Árnadóttir fjölmiðlakona „Ég er nýkomin úr dásamlegu og rómantísku fríi á Ítalíu, þar sem við unnusti minn ráfuðum um litlar þröngar götur í þorpinu Mattinata, borðuðum geggjaðan mat og böðuðum okkur í túrkísbláum sjó. Svo ætla ég að nota afganginn í frí með syninum, tveggja ára, í júlí. Ég hlakka mikið til."Nú fórstu út með Eurovision-hópnum til Bakú í ár. Hvað fannst þér um sænska sigurvegarann? „Loreen var jarðbundin, sjálfsörugg og ein fallegasta kona sem ég hef hitt. Hrikalega flott týpa. Svo var hún áhugasöm um Ísland og spurði margra spurninga um landið og tungumálið."Diljá Ámundadóttir varaborgarfulltrúi Besta flokksins „Ég seldi íbúðina mína og hætti í vinnunni með nokkurra daga millibili um daginn og ætla í smá reisu sem vill svo til að nær hringinn í kringum heiminn – þó að ég komi ekki við í öllum álfunum. Ég fer af stað í byrjun ágúst en áður en ég legg í hann ætla ég að ganga með fjölskyldunni í náttúrufegurðinni á Hornströndum, fljúga um loftin blá í svifvængjaflugi (paragliding) og vera eins mikið í íslenskum sundlaugum og ég get. Áætluð sumarleyfislok 2012 er rétt fyrir jólin, en svo veit maður aldrei."Katrín Brynja Hermannsdóttir flugfreyja, blaðamaður og Lottóþula „Fyrir utan að vinna í einni skemmtilegustu vinnu í heimi þar sem maður hittir ógrynni af frábæru fólki þá lengist „bucket-listinn" fyrir sumarið mjög hratt. Þar er sjósund efst á listanum og við Kolla vinkona ætlum að láta verða af því. Svo stefni ég á 10 kílómetra í ágúst (guð minn góður!) Og svo væri tær snilld ef reyndur fallhlífastökkvari væri til í að taka mig með sér í stökk en mér skilst að það sé eitthvað ólýsanlega magnað. Inn á milli eru molarnir mínir númer eitt, eins og alltaf." Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
Lífið forvitnaðist hjá þremur glæsilegum kjarnakonum hvað þær ætla að gera í sumarfríinu. Lovísa Árnadóttir fjölmiðlakona „Ég er nýkomin úr dásamlegu og rómantísku fríi á Ítalíu, þar sem við unnusti minn ráfuðum um litlar þröngar götur í þorpinu Mattinata, borðuðum geggjaðan mat og böðuðum okkur í túrkísbláum sjó. Svo ætla ég að nota afganginn í frí með syninum, tveggja ára, í júlí. Ég hlakka mikið til."Nú fórstu út með Eurovision-hópnum til Bakú í ár. Hvað fannst þér um sænska sigurvegarann? „Loreen var jarðbundin, sjálfsörugg og ein fallegasta kona sem ég hef hitt. Hrikalega flott týpa. Svo var hún áhugasöm um Ísland og spurði margra spurninga um landið og tungumálið."Diljá Ámundadóttir varaborgarfulltrúi Besta flokksins „Ég seldi íbúðina mína og hætti í vinnunni með nokkurra daga millibili um daginn og ætla í smá reisu sem vill svo til að nær hringinn í kringum heiminn – þó að ég komi ekki við í öllum álfunum. Ég fer af stað í byrjun ágúst en áður en ég legg í hann ætla ég að ganga með fjölskyldunni í náttúrufegurðinni á Hornströndum, fljúga um loftin blá í svifvængjaflugi (paragliding) og vera eins mikið í íslenskum sundlaugum og ég get. Áætluð sumarleyfislok 2012 er rétt fyrir jólin, en svo veit maður aldrei."Katrín Brynja Hermannsdóttir flugfreyja, blaðamaður og Lottóþula „Fyrir utan að vinna í einni skemmtilegustu vinnu í heimi þar sem maður hittir ógrynni af frábæru fólki þá lengist „bucket-listinn" fyrir sumarið mjög hratt. Þar er sjósund efst á listanum og við Kolla vinkona ætlum að láta verða af því. Svo stefni ég á 10 kílómetra í ágúst (guð minn góður!) Og svo væri tær snilld ef reyndur fallhlífastökkvari væri til í að taka mig með sér í stökk en mér skilst að það sé eitthvað ólýsanlega magnað. Inn á milli eru molarnir mínir númer eitt, eins og alltaf."
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira