Lífið

Tekur sig ekki of hátíðlega

„Ég er aðallega að gera litla „vídeósketsa“ á DV á lífsstílssíðunni Fókus. Markmiðið er að gera sketsa og vídeóblogg um allt og ekkert. Þetta er í þróun. Aðalmálið er að hafa gaman af þessu og taka sig ekki of hátíðlega,“ segir leikkonan Brynja Valdís Gísladóttir, sem hefur vakið athygli á veraldarvefnum fyrir að vera á persónulegu nótunum um samskipti kynjanna meðal annars.

Finnst þér ekkert mál að opna þig svona á veraldarvefnum í myndskeiðunum?

„Þetta er bara fjör og góð áskorun. Sem skemmtikraftur þá þarf maður að þora að láta vaða og í vídeósketsunum notfæri ég mér það og spinn og blanda saman reynslu minni og annarra sem ég sný svo út úr og færi í stílinn. Auk þess geri ég það sem mér dettur í hug út í bláinn. Eins og þegar ég talaði um hvernig á að ná í góðan mann. Þá er ég með ýmsar ráðleggingar um hitt og þetta. Maður þarf bara að vera einlægur. Svo krydda ég það með húmor,“ segir þessi skemmtilega leikkona.

Heimasíða Brynjavaldis.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.