Sport

Áfengisbann hjá Rússum á ÓL í sumar

Þessir rússnesku hermenn mega fá sér yfir ÓL.
Þessir rússnesku hermenn mega fá sér yfir ÓL.
Það verður ekkert agaleysi í herbúðum rússneska Ólympíuhópsins í sumar. Búið er að setja allsherjar áfengisbann á bæði keppendur og fararstjóra meðan á leikunum stendur.

"Það samræmist ekki Ólympíuandanum að neyta áfengis á sama tíma," sagði talsmaður rússneska hópsins.

Svo strangt er áfengisbannið að það má ekki einu sinni skála fyrir þeim sem standa sig vel á leikunum. Menn verða að sitja á strák sínum þar til heim kemur.

Að meðaltali deyja um 500 þúsund Rússar á ári vegna áfengisneyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×