Erlent

Rússneskir ofurhugar sektaðir - ekki fyrir lofthrædda

Yfirvöld í Rússlandi hafa sektað þrjá drengi sem klifu eina hæstu brú landsins fyrir stuttu — án öryggisbúnaðar.

Drengirnir tóku athæfið upp á myndband en það hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum.

Brúin heitir Vladivostok og er hún rúmlega 320 metrar á hæð.

Lögregluyfirvöld í Rússlandi voru þó ekki hrifin og voru piltarnir sektaðir um 300 rúblur hver, en það jafngildir rúmlega 1.200 íslenskum krónum.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan. Áhugasamir geta síðan lesið nánar um málið á vef The Moscow Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×