Erlent

Konunglegar nærbuxur til sölu á eBay

Elísabet 2. Bretadrottning.
Elísabet 2. Bretadrottning. mynd/AFP
Silkinærbuxur sem Elísabet 2. Bretadrottning er sögð hafa átt eru nú til sölu á uppboðsvefnum eBay.

Uppboðið hófst fyrir nokkrum dögum og stendur til 22. maí næstkomandi. Svo virðist sem að uppboðið gangi vel en hæsta boð er 5.300 dollarar eða rúmlega 670 þúsund krónur.

Bókstafurinn E er saumaður í undirfötin sem og mynd af kórónu.

Það er dánarbú aðalsmanns að nafni Joseph de Bicske Dobronyi sem stendur fyrir uppboðinu. Dobronyi er sagður hafa verið auðjöfur mikill, listmunasafnari og glaumgosi.

Í vörulýsingu á eBay kemur fram að nærbuxurnar séu notaðar.mynd/ebay/Dobroryi estate
Samkvæmt upplýsingum á eBay fundust nærbuxurnar í flugvél sem Elísabet flaug með til Síle árið 1968. Því er haldið fram að flugmaðurinn hafi fundið nærbuxurnar og gefið góðvini sínum — hinum ungverska Dobronyi. Fjölskylda hans uppgötvaði síðan nærfötin stuttu eftir að hann lést árið 2010.

Í vörulýsingu á eBay kemur fram að nærbuxurnar séu notaðar. Enn fremur eru þær sagðar vera í góðu ásigkomulagi, þrátt fyrir að hafa gulnað ögn á síðustu árum.

Áhugasamir geta nálgast uppboðið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×