Erlent

Tóku meintan leigumorðingja af lífi

Mahmoud Ahmadinejad forseti landsins fullyrðir að Ísraelar standi á bak við morðin.
Mahmoud Ahmadinejad forseti landsins fullyrðir að Ísraelar standi á bak við morðin.
Írönsk yfirvöld tóku af lífi í morgun mann sem dæmdur var fyrir morð á írönskum kjarnorkufræðingi fyrir tveimur árum síðan. Maðurinn, hinn 24 ára Majid Fashi var einnig sakaður um að vera útsendari ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad en hann var sagður hafa fengið 120 þúsund dollara fyrir að fremja morðið.

Ísraelsk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið. Margir helstu kjarnorkusérfræðingar Írans hafa á síðustu árum fallið fyrir morðingjahendi og Íranir staðhæfa að Ísraelar standi á bak við morðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×