Erlent

Réðust á bækistöðvar sjóræningja

Herskip frá ríkjum Evrópubandalagsins gerðu í nótt árásir á bækistöðvar sjóræningja í Sómalíu. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðist er á sjóræningjana á landi. Í árásunum var bátum ræningjanna, sem bundnir voru við bryggjur, sökkt en bækistöðvarnar eru nálægt hafnarborginni Haradheere.

Sómalskir sjóræningjar hafa undanfarin ár rænt fjölmörgum kaupskipum undan ströndum landsins og í dag er talið að þeir haldi sautján skipum og 300 skipverjum í gíslingu. Síðasta dæmið er frá því í síðustu viku þegar gríska olíuskipinu Smyrni var rænt. Það er nú sagt á leið til hafnar í Sómalíu. Árásirnar í nótt voru gerðar í fullri samvinnu við yfirvöld í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×