Erlent

Obama vill að Merkel breyti um áherslur

Mynd/AP
Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að þrýsta á Þjóðverja að þeir dragi úr niðurskurðarkröfum sínum og auki þess í stað hagvöxtinn í Evrópu. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heimsins hittast um helgina á fundi í Camp David í Bandaríkjunum og þar er búist við því að Obama biðli til Angelu Merkel Þýskalandskanslara að hún slaki á niðurskurðarkröfunum, sem hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg hjá þeim ríkjum Evrópu sem verst eru stödd. Obama virðist því á sömu skoðun og nýr Frakklandsforseti Francois Hollande, sem hefur sagst vilja nýjar áherslur í efnahagsstjórnun Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×