Erlent

Mótorhjóli frá Japan skolaði upp á strönd í Kanada

Mótorhjólið er með japanskar númeraplötur og skráð í Miyagi, þar sem þúsundir létust í flóðbylgju í mars í fyrra.
Mótorhjólið er með japanskar númeraplötur og skráð í Miyagi, þar sem þúsundir létust í flóðbylgju í mars í fyrra.
Mótorhjóli af tegundinni Harley-Davidsson sem flóðbylgjan í Japan á síðasta ári hreif með sér, skolaði nýverið upp á strönd í Kanada.

Mótorhjólið er með japanskar númeraplötur og skráð í Miyagi, þar sem þúsundir létust í flóðbylgju í mars í fyrra.

Hjólið fannst í gámi á ströndinni, af hreinni tilviljun, en í gámnum voru einnig nýjar golfkylfur og útilegubúnaður.

Sky fréttastofan hefur eftir manni sem var að slæpast á ströndinni að honum hafi komið mjög á óvart að finna þar Harley Davidsson mótorhjól, en það er skiljanlega heldur illa farið eftir að ferðast sjö þúsund kílómetra í sjónum.

Japönskum yfirvöldum hefur þegar verið greint frá fundinum og þar er verið að reyna að hafa uppi á eigandanum, ef hann er þá á lífi.

Alls hafa tuttugu milljón tonn af braki skolað upp á strendur víða um heim, frá flóðbylgjunni í Japan, og hafa vísindamenn á Hawaii þróað sérstakt módel sem spáir fyrir um hvar líklegast er að brak frá Miyagi komi á land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×