Erlent

Reynt að draga úr drykkju breskra þingmanna

Reyna á að draga úr mikilli áfengisneyslu breskra þingmanna á börum þinghússins í Westminster.

Yfirstjórn breska þingsins hefur tilkynnt um nýjar og hertari reglur á þeim börum þingsins sem selja áfengi. Með hinum nýju reglum á að reyna að koma í veg fyrir mikla drykkju og ólæti sem henni fylgir á þessum börum.

Reglurnar kom í kjölfar mikilla slagsmála sem urðu á Strangers Bar í þinginu í febrúar s.l. en allir þingmenn hafa aðgang að honum. Í kjölfar slagsmálanna fékk skoski þingmaðurinn Eric Joyce á sig fjórar kærur fyrir líkamsárásir.

Hinar nýju reglur fela meðal í sér að opnunartími baranna verður takmarkaður, drykkjarskammtar þar verða minni en áður og áfengisverðið verður hækkað.

Þá fær starfsfólkið á börunum leiðbeiningar um hvernig vísa eigi ofurölvuðum þingmönnum út ef nauðsyn er á slíku.

Þingforseti neðri deildar breska þingsins segir að hinar nýju reglur eigi að koma starfsfólki þingsins til góða, auka velferð þess og starfsöryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×