Erlent

Lögreglan stöðvaði tónleika í Fælledparken, 12 á sjúkrahús

Lögreglan í Kaupmannahöfn neyddist til þess að stöðva tónleika í Fælledparken í gærkvöldi eftir að 12 gestir á þeim voru lagðir inn á Rigshospitalet vegna þess að þeir höfðu tekið of stóra skammta af eiturlyfjum.

Ekki liggur fyrir um hvaða eiturlyf var að ræða en í dönskum fjölmiðlum segir að enginn þeirra sé í lífshættu.

Tónleikarnir voru haldnir í framhaldi af hefðbundnum hátíðahöldum vegna 1. maí í Fælledparken og á þeim þurfti lögreglan að handtaka 13 manns vegna ofbeldis og líkamsárása þar sem hnífum var beitt í nokkrum tilvika.

Fyrir utan þetta fóru 1. maí hátíðahöldin í Kaupmannahöfn fram með friði og ró.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×