Erlent

Eftirlitssveitir SÞ geta ekki stöðvað átökin í Sýrlandi

Robert Mood yfirmaður eftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Sýrlandi er ekki bjartsýnn á framtíðina. Hann segir að jafnvel 1.000 eftirlitsmenn muni ekki geta stöðvað átökin í landinu en Sameinuðu þjóðirnar áforma að senda 300 eftirlitsmenn til Sýrlands.

Mood segir hinsvegar að það sé ekki í valdi neinna annarra en Sýrlendinga sjálfra að stöðva átökin.

Að minnsta kosti 25 fórust í bardögum víða í Sýrlandi í gærdag og hafa því um 500 manns fallið frá því að vopnahlé var samið milli stríðandi fylkinga þann 12 apríl s.l.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×