Erlent

Mál al-Khawaja tekið fyrir á ný

Abdulhadi nýtur mikils stuðnings meðal stjórnarandstæðinga í Barein.
Abdulhadi nýtur mikils stuðnings meðal stjórnarandstæðinga í Barein. mynd/AFP
Mál stjórnarandstæðingsins Abdulhadi al-Khawaja verður tekið fyrir á ný af dómstólum í Barein. Abdulhadi, sem er danskur ríkisborgari, var dæmdur í lífstíðarfangelsi af herdómstól í Barein í júní á síðasta ári.

Hann var þá fundinn sekur um að hafa reynt að steypa konungsfjölskyldu landsins af stóli sem og að hafa aðstoðað andspyrnuhreyfingu Shía múslíma í landinu.

Síðustu þrjá mánuði hefur Abdulhadi verið í hungurverkfalli og var á tímabili vart hugað líf.

Yfirvöld í Danmörku hafa ítrekað farið fram á að honum verði sleppt úr haldi en stjórnvöld í Barein hafa ekki orðið við þeim óskum.

Abdulhadi nýtur mikils stuðnings stjórnarandstæðinga í landinu og var ákvörðuninni um endurupptöku víða fagnað.

Borgaralegur dómstóll mun nú endurrannsaka mál hans. Honum verður þó gert að sæta gæsluvarðahaldi þangað til að niðurstaða liggur fyrir í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×