Erlent

Níu látnir eftir að eldingu laust niður í hof

Slysið átti sér stað í gær. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Slysið átti sér stað í gær. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd/AP
Níu létust og 15 særðust þegar eldingu laust niður í musteri í vestur Bengal á Indlandi í gær.

Afar slæmt veður var á svæðinu þegar slysið átti sér stað og hafði hópur fólks leitað sér skjóls í hofinu þegar eldingunni laust niður.

Samkvæmt fréttamiðlum á Indlandi var fólkið á heimleið eftir trúarlega hátíð í grennd við hofið.

Þeir sem lifðu af eru sagðir vera lífshættulega slasaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×