Erlent

Mæður heiðraðar í aðdraganda Ólympíuleikanna

Ólympíuleikarnir verða settir í Lundúnum 27. júlí næstkomandi og íþróttamenn um allan heim leggja nú lokahönd á undirbúning sinn. Helsti styrktaraðili leikanna, Procter & Gamble, birti fyrir stuttu myndskeið þar sem hinar sönnu hetjur leikanna eru heiðraðar - mömmurnar.

Myndbandið er kallað „Thank You, Mom" og er óður til mæðra víðsvegar um heim sem styðja við og hjálpa börnum sínum í gegnum súrt og sætt. Í myndskeiðinu er sagt frá fjórum mæðginum og er gert grein fyrir uppvaxtarárum þeirra.

Myndskeiðið birtist á vefsíðunni YouTube fyrr í þessum mánuði. Nú þegar hefur verið horft á það 1.5 milljón sinnum. Það var spænski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sem sá um framleiðslu þess. Alejandro er afar virtur kvikmyndagerðarmaður og hefur fengið mikið lof fyrir kvikmyndirnar Amores Perros, 21 Grams og Babel.

Procter & Gamble er eitt stærsta fyrirtæki veraldar og er opinber styrktaraðili Ólympíuleikanna í þetta skipti. Herferðin er sú stærsta í sögu fyrirtækisins en það var stofnað fyrir 174 árum.

mynd/Yioutube
Hægt er að nálgast herferðina á Facebook. Þar birtast fréttir og upplýsingar tengdar Ólympíuleikunum. Einnig geta synir og dætur skilið eftir kveðjur til foreldra sinna á síðunni.

Hægt er að sjá „Thank You, Mom" myndskeiðið hér fyrir ofan.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Alejandro vinnur myndbönd fyrir íþróttaviðburði því hann leikstýrði einnig auglýsingu Nike fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2010. Hægt er að nálgast auglýsinguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×